Íþróttir

Stólastelpur mörðu sigur á Hömrunum

Tindastóll kom sér upp í annað sætið í C riðli 1. deildar kvenna með heimasigri á Hömrunum frá Akureyri í gærkvöldi, 2-1. Mætingin á leikinn var ágæt, um það bil 60 manns horfði á leikinn í blíðskaparveðri.
Meira

Tindastóll mætir Hömrunum í Síkinu

Tindastóll tekur á móti Hömrunum í C riðli í 1. deild kvenna í knattspyrnu, í kvöld klukkan 19:00. Fer leikurinn fram á Sauðárkróksvelli.
Meira

Opna Héraðsmótið í knattspyrnu á Hvammstanga

Sunnudaginn 21. ágúst verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Á mótinu verður spilað í tveimur flokkum 18-29 ára, það er þeir sem eru fæddir árin 1987-1998 og 30 ára og eldri.
Meira

Ásdís Ósk tryggði sér þátttöku í úrslitum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer nú fram þessa dagana í Biri, Noregi. Íslendingar eiga marga fulltrúa á mótinu en í morgun var keppt í ungmennaflokki í gæðingakeppni þar sem Skagfirðingurinn Ásdís Ósk Elvarsdóttir náði öðru sæti á Garra frá Fitjum. Þau hlutu 8,356 í einkunn. Þetta þýðir að Ásdís Ósk mæti í b-úrslitin, næstkomandi miðvikudag.
Meira

Minningarmót Þorleifs Arasonar

Miðvikudaginn 10. ágúst verður haldið minningarmót Þorleifs Arasonar á Húnavöllum. Byrjar mótið klukkan 18:00. Þar verður keppt í spjótkasti, kringlukasti og spjótkasti, bæði í kvenna og karlaflokki. Þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í báðum flokkum og að auki fer farandbikar í hendurnar á þeim einstaklingi innan USAH sem náði besta afrekinu á mótinu. Skránin fer fram á staðnum.
Meira

Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn

Þau Nanna Andrea Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Hermundsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn, Bjart Snæ en hann fæddir 30. Desember 2012, með Downs-heilkenni og hjartagalla. Hjónin ætla þó ekki að hlaupa fyrir sama félagið.
Meira

Króksmótið hefst í fyrramálið

Hið árlega Króksmót fer fram um helgina og hefst í fyrramálið klukkan 8:30. Aðal styrktaraðili mótsins er Fisk Seafood. Spáin fyrir helgina er hin þokkalegasta en sólin mun skína og skýin ættu að halda sér til hlés.
Meira

Sterkur sigur á Sandgerðingum

Tindastóll fékk í kvöld lið Reynis Sandgerði í heimsókn á Sauðárkróksvöll í 3. deildinni. Fyrir leikinn voru Stólarnir í toppsæti deildarinnar en Reynir í fjórða sæti og því eitt af þeim liðum sem vill nálgast toppliðin tvö. Sú varð ekki í raunin því Tindastólsmenn höfðu betur, 2-1, og vonir Sandgerðinga um sæti í 2. deild nánast úr sögunni. Stólarnir stefna aftur á móti hraðbyri upp um deild.
Meira

Tindastóll tekur á móti Reyni S. í kvöld

Karlalið meistaraflokksliðs Tindastóls tekur á móti Reyni S. á Sauðárkróksvelli, í þriðju deildinni í kvöld klukkan 19:00.
Meira

„Ógleymanlegt að sigra England.“ Rúnar Már í viðtali við Feyki

Nú er EM ævintýrið í algleymingi og hversdagsleiki sumarsins tekinn við. Garðurinn sleginn, útveggirnir málaðir, sumarhúsaferðir og sólbað, svona þegar sú gula nennir að fara fram úr. Fótboltadrengirnir okkar eru jafnvel komnir niður á jörðina eftir að hafa svifið um á töfraskýji í Frakklandi. Einn þeirra er frá Sauðárkróki en það er auðvitað hann Rúnar Már Sigurjónsson. Blaðamaður Feykis spurði hann um ævintýrið í Frakklandi og nýjan samning sem hann gerði við svissneska knattspyrnuliðið Grasshopper.
Meira