Glötuð atkvæði
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Miðað við allt fárið sem varð út af nánast engu í Borgarnesi hér um árið þá virðist það nú litlu máli skipta þó einhverjir tugir atkvæði skili sér ekki á talningarstaði. Hér um árið máttu íbúar og talningarfólk á Norðurlandi vestra sitja undir ávirðingum um algjört vanhæfi og átti helst að ógilda allar kosningarnar.
En semsagt; nú er það bara fokkit! Skiptir ekki máli þó atkvæðin ykkar hafi týnst. Bara sorrí, sjitt happens.
Kannski á bara talningafólk og íbúar á Norðurlandi vestra skilið að fá afsökunarbeiðni fyrst þetta er svona lítið mál?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.