Íþróttir

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Húnvetningar lönduðu öðru sætinu í boccia

Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu lenti í öðru sæti á árlegu Vesturlandsmóti félags eldri borgara í boccia sem fram fór í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mótið er haldið en a.m.k. sex sveitarfélög hafa skipst á að hýsa það. Skessuhorn greinir frá því að til leiks hafi mætt að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykkishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó

Vormót Tindastóls var haldið sl. sunnudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur voru 40 talsins og komu frá fimm júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi, JR í Reykjavík, Júdódeild Ármanns í Reykjavík auk Tindastóls.
Meira

Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.
Meira

Hamrarnir sigruðu Stólastúlkur á Akureyri

Hamrarnir frá Akureyri mörðu sigur á stelpunum í Tindastól í 1. deildinni í knattspyrnu sl. föstudag en leikurinn fór fram í Boganum. Elva Marý Baldursdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. Mínútu. María Dögg Jóhannesdóttir varð fyrir óhappi rétt eftir hálfleik og var flutt á sjúkrahús, meidd á hné. Inn á fyrir hana kom Hrafnhildur Björnsdóttir.
Meira

Sex frá Tindastól í afreksbúðir KKÍ

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur en þær eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Yfirþjálfarar búðanna völdu 60 drengi og 50 stúlkur allstaðar að af landinu til að taka þátt en þar muna yfirþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir eru fyrir ungmenni fædd 2003 og verða haldnar tvisvar í sumar.
Meira

Borgunarbikar kvenna – Tindastóll fær Fylki í heimsókn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Völsungi sl. mánudagskvöld 3-1. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir opnaði markareikning Stólanna á 22. mínútu en Hulda Ösp Ágústsdóttir svaraði fyrir gestina nánast á sömu mínútunni. Það var svo Bryndís Rún Baldursdóttir sem jók mun heimaliðsins rétt áður en dómarinn blés til hálfleiks og staðn því 2-1. Undir lok leiks gulltryggði Madison Cannon sigur Stólanna með marki þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og Stólastúlkur komnar í 16 liða úrslit.
Meira

Vilhjálmur Andri Einarsson nýr Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í sundlauginni á Blönduósi í gær og var nýr Íslandsmeistari krýndur, Vilhjálmur Andri Einarsson frá Reykjavík. Sat hann í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Alls tóku sex keppendur þátt en gestir fengu svo að spreyta sig á eftir.
Meira

Blásið til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins

Knattspyrnusumarið í Húnaþingum hófst sunnudaginn 21. maí þegar blásið var til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins. Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar mætir til leiks með nýtt blóð í bland við eldra, eins og síðastliðin ár, en þetta er fimmta árið sem hinir fornu fjendur frá Hvammstanga og Blönduósi mæta hönd í hönd til leiks í mótinu.
Meira

Svekkjandi tap í sólinni á Króknum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í 2. deildinni í dag í glaðasólskini og 16 stiga hita, en það voru Njarðvíkingar sem mættu á Krókinn. Leikurinn var ágætlega spilaður, en það voru gestirnir sem voru 1-0 yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og voru sterkari aðilinn. Njarðvíkingar tryggðu sér hins vegar sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum og komu þar með í veg fyrir að Stólarnir spiluðu tuttugasta leik sinn í röð í deildarkeppni án þess að tapa.
Meira