Súsanna Guðlaug valin í unglingalandsliðið í frjálsum

Súsanna með verðlaunin sín eftir Unglingalandsmótið í sumar. Mynd tekin af heimasíðu UMSS.
Súsanna með verðlaunin sín eftir Unglingalandsmótið í sumar. Mynd tekin af heimasíðu UMSS.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og 12.90 sek. í 80m grind.

Frjálsíþróttafólk er tekið inn í hópinn jafn óðum yfir tímabilið og því mögulegt að fleiri keppendur innan UMSS bætist hópinn á innanhúss tímabilinu 2025 og munum við hvetja okkar fólk á þeim mótum sem fram undan eru í vetur.

Við erum einstaklega stolt af Skagfirðinginum okkar og óskum henni Súsönnu Guðlaugu innilega til hamingju með árangurinn.

/aðsent - UMSS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir