Nemendur FNV á faraldsfæti
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
26.11.2024
kl. 11.55
Dagana 13.-17. nóvember fór hópur nemenda frá FNV til Uherské Hradiště í Tékklandi í Eramsus+ ferð. Í frétt á vef FNV segir að um hafi verið að ræða hluta af verkefninu INCLUSION: A human right and opportunity for all (Mannréttindi og tækifæri fyrir alla) þar sem áhersla er lögð á stuðning og samleið þeirra sem þurfa stuðning vegna ýmissa þátta, líkt og að nota hjólastól, skerðing á sjón eða heyrn, sem og aðrar andlegar eða líkamlegar skerðingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.