Íþróttir

Stólarnir enda í þriðja sæti og mæta Keflvíkingum í úrslitakeppninni

Lið Tindastóls fékk annað tækifæri til að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni í lokaumferðinni í kvöld. Mótherjarnir voru Haukar og var leikið í Hafnarfirði og útlitið var ágætt þegar síðasti leikhlutinn hófst en þá köstuðu Stólarnir sigrinum frá sér með slæmum leik og á endanum fögnuðu Haukar þriðja sigri sínum í röð. Lokatölur 77-74.
Meira

Molduxamótið 2017

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Meira

Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni
Meira

Opið í Tindastól fram að kvöldmat - Myndband

Vel hefur viðrað til skíðaiðkunar á landinu undanfarið og þá sérstaklega á skíðasvæðinu í Tindastóli. Færið er gott og veðurguðirnir glaðir. Í tilkynningu segir að skíðasvæðið verði opið í dag til klukkan 19:00 en þar er nú hægviðri, -2c og léttskýjað.
Meira

Aðalfundur Smára frestast

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að fresta aðalfundi U.Í.Smára (sem á að vera í dag 6. mars) til 13.mars.
Meira

Bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður hjá UMSS, keppti um helgina í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Glasgow. Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í lok janúar sl.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í þriðju deild

Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um helgina, í Rimaskóla í Grafarvogi en fyrri hluti mótsins fór fram um mánaðarmótin september - október sl. Eftir fyrri umferð sat sveit Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og og hélt því eftir viðureignir helgarinnar og vann sig þar með upp í þá þriðju.
Meira

Flautukarfa frá Degi Kár færði Grindvíkingum sigur í frábærum leik

Það var boðið upp á hraðan og skemmtilegan leik í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll tók á móti sprækum Grindvíkingum. Einhvernveginn tókst gestunum á hanga í Tindastólsmönnum framan af leik og þegar til kom þá voru það Grindvíkingar sem höfðu innanborðs tvo kappa sem hreinlega stálu stigunum með geggjuðum leik, þá Dag Kár og Ólaf Ólafs. Stólarnir hreinlega réðu ekki við þá í kvöld. Lokatölur 98-101.
Meira

Borgnesingar beðnir afsökunar

Skagfirðingar fjölmenntu í Borgarnes sl. fimmtudag þegar Skallagrímsmenn tóku á móti Tindastóli í Dominos deildinni í körfubolta. Mikil stemning var á leiknum og stuðningsmannasveitin Grettir stóð fyrir sínu og sem fyrr, líkt og sjötti maður Stólanna. En það setti blett á annars góða stuðningsmenn að einhverjir supu áfengið meira en þeir sjálfir þoldu og voru gestunum ekki til fyrirmyndar. Formaður Grettis, en svo heitir sveitin, sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær enda ekki sú ásýnd sem hún vill standa fyrir, sem sýnd var í Fjósinu í Borgarnesi.
Meira

Stólarnir sterkari en Skallarnir á lokasprettinum

Tindastólsmenn heimsóttu Skallagrímspilta í Borgarnesi í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik, enda liðin í hörkubaráttu á sitt hvorum enda stigatöflunnar, og stuðningsmenn liðanna voru ekki sviknir. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, Skallarnir yfirleitt með nauma forystu en á lokamínútunum reyndust Stólarnir sterkari og lönduðu góðum sigri í Fjósinu, 81-88.
Meira