Vilhjálmur Andri Einarsson nýr Íslandsmeistari í ísbaði

Vilhjálmur Andri Einarsson sat í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Vilhjálmur Andri Einarsson sat í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í sundlauginni á Blönduósi í gær og var nýr Íslandsmeistari krýndur, Vilhjálmur Andri Einarsson frá Reykjavík. Sat hann í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Alls tóku sex keppendur þátt en gestir fengu svo að spreyta sig á eftir.

Skipuleggjandi og forgöngumaður keppninnar, Benedikt. Lafleur, varð í öðru sæti með tímann 17: 21 mín. og bætti árangur sinn frá fyrra ári um rúmlega fjórar mínútur. Í 3. Sæti kom svo Kanadamaðurinn Helgi Gunnar Thorvaldson á rúmlega 15 mínútum sem er að mati Benedikts frábær frammistaða fyrir hvern þann sem fer í ísbaðskeppninni í fyrsta sinn. Aðrir keppendurnir fylgdu fast á eftir.

Þetta er í annað sinn sem Íslandsmeistaramótið í ísbaði er haldið en frumraunin var á Sauðárkróki í  fyrra. Þá sigraði Sara Jóna Emilía eftir harða baráttu við Benedikt S. Lafleur. Sara sat í ískarinu í 13:13 mínútur og Benedikt 13:10.

Tengd frétt: 

Sara Íslandsmeistari í ísbaði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir