Viðvaranir
Ætli það sé tilviljun að Veðurstofan gefi út appelsínugula viðvörun daginn eftir að það varð ljóst að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna?
Fleiri fréttir
-
Rætt við Grím Rúnar í tilefni 100 ára afmælishátíðar Hvatar á laugardaginn
Það stendur mikið til á Blönduósi nú á laugardaginn því þá fagnar Ungmennafélagið Hvöt 100 ára afmæli sínu með pompi og prakt. Það er því við hæfi að leggja nokkrar spurningar fyrir formann félagsins en það er Grímur Rúnar Lárusson. Grímur er innfæddur Blönduósingar og býr þar, er löglærður fulltrúi sýslumanns að aðalstarfi en í hjáverkum er hann sveitarstjórnarfulltrúi í Húnabyggð og formaður Umf. Hvatar.Meira -
Rótarýklúbburinn býður til ókeypis jólahlaðborðs í tíunda sinn
Það styttist í aðventuna og í Skagafirði verða ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi laugardaginn 30. nóvember. Sama dag standa Rótarýfélagar fyrir jólahlaðborði í íþróttahúsinu en þangað er öllum boðið og borða saman hangikjöt eða hamborgarhrygg og annað sem nauðsynlegt er. „Okkur Rótarýfélögum finnst þetta afskaplega gefandi, skemmtilegt og mikilvægt verkefni þar sem við sýnum í verki að við viljum láta gott af okkur leiða fyrir samfélagið,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks, í spjalli við Feyki.Meira -
Óvissa í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms varðandi undanþágu frá samkeppnislögum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.11.2024 kl. 11.28 oli@feykir.isHéraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sl. mánudag að breytingar á búvörulögum, þar sem framleiðendafélögum var veitt undanþága frá ákvæðum samkeppnislaga, sem samþykktar voru á Alþingi í mars síðastliðnum, hefðu strítt gegn áskildum fjölda umræðna á Alþingi og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Eins og greint hefur verið frá þá keypti Kaupfélag Skagfirðinga í kjölfarið Kjarnafæði - Norðlenska og var langt komið með að kaupa B.Jensen í Eyjafirði.Meira -
Horfði á alþingisrásina eftir skóla
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.11.2024 kl. 10.29 oli@feykir.isMaría Rut Kristinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Norðvestur kjördæmi. María er gift Ingileif Friðriksdóttur, eiga þær saman þrjú börn og einn hund. Búsettar í Reykjavík en alltaf með annan fótinn á Flateyri og Ísafirði. María hef starfað sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar síðan 2017 (með stuttu hléi).Meira -
Engin eftirspurn eftir vindorkuverum | Eldur Smári Kristinsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 21.11.2024 kl. 09.44 oli@feykir.isVindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.