Íþróttir

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira

Krækjur með gull

42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Meira

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Tindastóll hefur gefið út yfirlýsingu vegna fréttaflutnings á vefmiðlinum fotbolti.net um leikmann Tindastóls í knattspyrnu, Ragnar Þór Gunnarsson. Vill stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Nýr formaður frjálsíþróttadeildar

Formannaskipti urðu á aðalfundi frjálsíþróttadeildar Tindastóls sem haldinn var þann 26. apríl sl. Margrét Arnardóttir var kjörin formaður í stað Sigurjóns Leifsson, sem ekki bauð kost á sér áfram en hann hefur gegnt formennsku frá árinu 2010.
Meira

Stólarnir úr leik í Bikarkeppni KSÍ eftir naumt tap gegn Þórsurum

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að nú er grasið farið að grænka og því er það fótboltinn sem er tekinn við af körfunni á íþróttasviðinu. Tindastólsmenn eru fyrir löngu farnir að spretta úr spori og nú um helgina léku þeir við Þórsara á Akureyri í Bikarkeppni KSÍ.
Meira

Gestaheimsókn - Framtíðarhópur Tokyo 2020

Helgina 21. – 23. apríl sóttu góðir gestir Sunddeild Tindastóls heim. Gestirnir voru afrekshópur unglinga í sundi (14-17 ára) Framtíðarhópur Tokyo 2020 sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleika 2020. Með hópnum voru 3 þjálfarar. Æfingar hópsins í þessari ferð hófust á Blönduósi á föstudagskvöld þar sem sundfélag staðarins, Hvöt, tók á móti þeim. Síðan var stefnan tekin á Krókinn þar sem hópurinn gisti í Húsi Frítímans.
Meira

Árskort Tindastóls komin í sölu

Nú er farið að styttast í Íslandsmót hjá meistaraflokkum Tindastóls og líkt og undanfarin ár bíður knattspyrnudeildin upp á árskort til sölu sem gildir á leiki félagsins. Meistaraflokkarnir spila 20 leiki á Sauðárkróksvelli í sumar, meistaraflokkur karla spilar ellefu leiki og meistaraflokkur kvenna níu.
Meira

Sigtryggur Arnar til Stólanna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bættist góður liðsstyrkur er hinn bráðskemmtilegi bakvörður, Sigtryggur Arnar Björnsson, skrifað undir samning um að leika með liðinu næsta tímabil. Hann átti gott tímabil með Skallagrími í vetur með 18 stig að meðaltali í leik en hann var einn lykilmanna liðsins. Sigtryggur er 24 ára gamall, fæddur árið 1993 og mælist 180 sm á hæð.
Meira

Molduxamót á morgun

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.
Meira

Axel Kára í Tindastól

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Axel Kárason mun leika með meistaraflokksliði Tindastóls næstu tvö tímabil. Þetta tilkynnti Stefán Jónsson formaður fyrr í dag þrátt fyrir hræðilegt símasamband á Grænlandshafi. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10,“ segir Axel en hann hefur leikið í Danmörku meðfram dýralæknanámi.
Meira