Íþróttir

Mikilvægur skyldusigur gegn Sindra

Í gær mættust lið Tindastóls og Sindra Hornafirði í 2. deild karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Bæði lið í botnbaráttu deildarinnar en Stólarnir þó talsvert betur settir með tólf stig fyrir leikinn, en lið Sindra með þrjú. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir sanngjarnan sigur þó liðið hafi oft spilað betur en í gær. Lokatölur 2-0 og heimamenn komnir í þéttan pakka um miðja deild.
Meira

Stelpurnar komnar á bragðið

Leikið var í 1. deild kvenna á Sauðárkróksvelli sl. föstudagskvöld en þá komu Skagastelpur í heimsókn. Þær sigruðu vængbrotið lið Tindastóls í fyrstu umferð fyrr í sumar, 6-0, en á föstudaginn sýndu Stólastúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og sigruðu að þessu sinni örugglega. Lokatölur 2-0.
Meira

Bríet Lilja í Skallagrím

Króksarinn, Bríet Lilja Sigurðardóttir, hefur skrifað undir samning um að leika með Skallagrím næsta vetur í Dominosdeild kvenna. Bríet Lilja er 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið bæði með meistaraflokk hjá Tindastól á Sauðárkróki (2013-2014 og 2014-2015) og Þór Akureyri (2015-2016). Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands (U15, U16 og U18) en síðasta vetur bjó hún á Sauðárkróki og lék með unglingaflokki Tindastóls.
Meira

Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Um helgina kom besta frjálsíþróttafólk landsins saman á Selfossi til að berjast um meistaratitlana á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Alls voru keppendur um 200 talsins, þar á meðal Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason.
Meira

Huginn hafði betur í bragðdaufum leik á Króknum

Tindastólsmenn fengu Huginn frá Seyðisfirði í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir ágætt samspil beggja liða úti á vellinum var leikurinn bragðdaufur og fátt um færi. Það voru gestirnir sem gerðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik og Stólunum tókst ekki að jafna. Lokatölur 0-1.
Meira

Fyrsti sigurinn í 1. deildinni loksins í höfn

Kvennalið Tindastóls lék í gærkvöldi við lið ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir fína frammistöðu í bikarnum þá hafði stelpunum ekki tekist að ná sigri í 1. deildinni og fyrir leikinn í gær var liðið aðeins með eitt stig að loknum átta leikjum og það kom í síðustu umferð gegn toppliði HK/Víkings. Það var því vel fagnað í leikslok í gærkvöldi þegar fyrsti sigur sumarsins varð staðreynd eftir dramatískan hörkuleik gegn Breiðhyltingum. Lokatölur 3-2.
Meira

Þrír Stólar í æfingahóp landsliðsins

Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Þrír af þeim verða leikmenn Tindastóls næsta tímabil þeir Axel Kárason, Sigtryggur Arnar Björnsson (sem skráður er Skallagrímsmaður) og Pétur Rúnar Birgisson.
Meira

Völsungar mörðu Stólana í baráttuleik

Tindastólsmenn brunuðu á Húsavík í gær og spiluðu gegn liði Völsungs. Liðin voru á svipuðum slóðum í 2. deildinni fyrir leikinn en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu Stólana 2-1, eftir að Brentton Muhammad markvörður Tindastóls fékk að kíkja á rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik.
Meira

Kenny með fjögur í hressilegum sigri á liði KV

Liðsmenn Knattspyrnufélags Vesturbæjar mættu á Krókinn í dag og öttu kappi við kempur Tindastóls í leik sem varð hin besta skemmtun. Gestirnir voru yfir í hálfleik, 0-1, en í síðari hálfleik streymdu mörkin inn og þegar upp var staðið voru það heimamenn sem höðu betur, 5-3, þar sem Kenny Hogg fór á gargandi kostum en kappinn gerði fjögur mörk og lagði síðan upp það síðasta.
Meira