Íþróttir

Fyrsta stig Stólastúlkna á móti efsta liði deildarinnar

Stelpurnar í Tindastól kræktu í sitt fyrsta stig í 1. deildinni í fótboltanum í kvöld er þær gerðu jafntefli við HK/Víking, efstalið deildarinnar. Leikurinn fór fram á Víkingsvellinum. Það var Ólína Sif Einarsdóttir sem kom Stólunum yfir með marki á 24. mínútu leiksins og hélst sú staða allt fram að lokum leiks er María Soffía Júlíusdóttir jafnaði þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og urðu lokatölur 1-1.
Meira

Fernando Bethencourt verður næsti aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Spánverjann frá Tenerife, Fernando Bethencourt Muñoz, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs með opnun á tveggja ára samning.
Meira

Aðalheiður Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti

Einn þátttakandi fór fyrir hönd USAH á Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum íþróttum núliðna helgi. Það var hún Aðalheiður Ingvarsdóttir frá Hólabaki og stóð hún sig með stakri prýði.
Meira

Úrslit í Nýprent mótinu – 1.mótið í Norðurlandsmótaröðinni

Nýprent Open, barna- og unglingamót í golfi var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 25. júní og segir á heimasíðu klúbbsins að veðrið hafi verið ljómandi gott eins og alltaf þegar þetta mót fer fram, sólskin og norðanáttin hin rólegasta. Þetta mun vera í 10. skiptið sem Nýprent Open er haldið á Sauðárkróki og hefur Nýprent ávallt verið aðalstyrktaraðili mótsins. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga sem hefur verið haldin síðan árið 2009.
Meira

Góður árangur í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 - 14 ára, var haldið nú um helgina í Kópavogi. UMSS átti átta fulltrúa þar, þau Andreu Mayu Chirikadzi, 14 ára, Indriða Ægi Þórarinsson, 13 ára, Isabelle Lydiu Chirikadzi, 11 ára, Óskar Aron Stefánsson, 13 ára, Rebekku Dröfn Ragnarsdóttur, 13 ára, Stefaníu Hermannsdóttur, 14 ára, Steinar Óla Sigfússon, 13 ára og Tönju Kristínu Ragnarsdóttur, 11 ára.
Meira

Hester kemur á Krókinn á ný

Antonio Kurtis Hester mun leika með Tindastóli næsta vetur í körfuboltanum en samningar hafa verið undirritaðir þar um. Þetta eru góðar fréttir fyrir leik- og stuðningsmenn Stólanna og ekki síst þjálfarans sem hafði Hester sem fyrsta kost sem erlendan leikmann liðsins. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, tóku samningaumleitanir nokkurn tíma enda mörg lið á eftir kappanum bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira

Leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld

Meistaraflokkur Tindastóls í kvennafótboltanum mun etja kappi við Grindavík í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikið er í Grindavík og hefst leikurinn kl 19:15. Tindastóll lagði Fylki 2-1 í 16 liða úrslitum fyrr í mánuðinum þar sem Eva Banton og Madison Cannon skoruðu mörk Tindastóls. Allir sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar til sigurs.
Meira

Komnir í mark

Félagarnir í Team Drangey, eða Hjólreiðafélaginu Drangey, eru nú komnir í mark í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon eftir að hafa hjólað 1358 km kringum landið. Liðið varð það 47. í röðinni hjá 10 manna liðum á tímanum 44:12:28.
Meira

Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.
Meira

Stefnir í fjölmennt Landsbankamót

Landsbankamót Tindastóls fer fram á Sauðárkróki dagana 24. og 25. júní næstkomandi og stefnir allt í að mótið verði hið fjölmennasta hingað til. Á mótinu keppa stelpur í 6.flokki og fjölgar keppnisliðum ár frá ári. Nú eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á staðinn á föstudagskvöld en keppni hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og afhendingu verðlauna. Á laugardagskvöld verður haldin kvöldvaka þar sem Salka Sól kemur og skemmtir áhorfendum.
Meira