Íþróttir

Pálmi Geir fær stórt tækifæri hjá Þór

Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Geir Jónsson hefur yfirgefið herbúðir Tindastóls og er gengin til liðs við Þór á Akureyri og mun leika með liðinu í Domino´sdeildinni á komandi leiktíð. Pálmi Geir er framherji og segir á heimasíðu Þórs að hann komi til með að styrkja hópinn hjá Þór verulega enda mikils vænst af honum.
Meira

María Dögg í úrtakshóp – skoraði tvö mörk á móti Haukum

María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður 3. flokks kvenna í Tindastól hefur verið valin í úrtakshóp 16 ára landsliðs Íslands. Jörundur Áki þjálfari liðsins valdi 29 leikmenn sem munu æfa í Reykjavík 16. og 17. júní. Í kjölfarið verður síðan valinn hópur til þess að spila á Norðurlandamóti u-16 kvenna í Finnlandi 29. júní - 7. júlí.
Meira

Feðgar unnu í Opna KS mótinu

Fyrsta opna golfmót sumarsins, Opna KS mótið, hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli í gær. Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Á heimasíðu GSS segir að leikið hafi verið með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar.
Meira

Lukku-Láki í liði með Magna

Það er löngu ljóst að sanngirni og knattspyrna fara ekki alltaf saman. Í dag máttu Stólarnir horfast í augu við þriðja tapið í röð í 2. deildinni og að þessu sinni var um að ræða rán og það um hábjartan dag. Magnamenn áttu ekki mikið skilið á Sauðárkróksvelli en þeir fengu óvænta gjöf þegar þeir fengu boltann á silfurfati á 92. mínútu og gerðu sigurmark leiksins. Lokatölur 1-2 fyrir Grenvíkinga gegn lánlausum Tindastólsmönnum.
Meira

Stelpurnar slógu Fylki út úr bikarnum

Stelpurnar í Tindastól gerðu sér lítið fyrir og unnu Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 27. mínútu leiksins sem fyrrum leikmaður Tindastóls, Jesse Shugg, fiskaði. Ekki liðu margar sekúndur frá því að Fylkisstúlkur fögnuðu marki sínu að Stólarnir tóku miðju, brunuðu upp völlinn og Madison Cannon jafnaði metin í 1 – 1 en þannig var staðan í hálfleik.
Meira

Stelpurnar í hörkuslag í bikarnum

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls taka á móti Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 19:15 í kvöld. Ljóst er að stelpurnar munu eiga við erfiða andstæðinga þar sem Fylkisstelpur leika í Pepsideildinni deild ofar en Stólastúlkur.
Meira

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Fara í næsta leik til að vinna

Karlalandsliðið í körfubolta tapaði á móti Andorra í gær 83:81 á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Liðið hefur keppt þrjá leiki og er með tvö töp og einn sigur. Ísland leikur gegn Lúxemborg í dag kl. 17:30 og Svartfjallalandi á morgun kl. 15:00.
Meira

Jón Gísli valinn í landsliðsúrtak

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 2002 fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní nk. og mun Dean Martin þjálfari U16 hafa umsjón með mótinu. Jón Gísli Eyland Gíslason úr Tindastól hefur verið valinn í hóp 30 manna sem taka þátt.
Meira

Pétur Rúnar með 7 stig í stórsigri Íslands

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í gærkvöldi þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir einmitt í San Marínó. Skagfirðingurinn og Tindastólskappinn, Pétur Rúnar Birgisson, er í liði Íslands sem sigraði með 42 stigum, 95:53.
Meira