Íþróttir

Þrír júdókappar úr Pardus á verðlaunapalli

Félagar í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi gerðu góða ferð á Íslandsmót í Júdó, í yngri aldurflokkum, sem sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag.
Meira

Níu júdókappar í Tindastól á Íslandsmóti yngri flokka

Tindastóll átti níu keppendur á Íslandsmóti yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag. Mótið er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Alls tóku 112 keppendur þátt í mótinu frá ellefu júdófélögum.
Meira

Skagfirskur sigur í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli tryggði sér rétt í þessu sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri með 49 stig og Grunnskólinn austan Vatna hampaði öðru sæti með 48 stig. Í þriðja sæti varð Dalvíkurskóli, Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti, Árskóli í því áttunda og Höfðaskóli varð í tíunda sæti.
Meira

Körfuboltaakademía áfram hjá FNV

Síðast liðinn föstudag var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls.
Meira

Skagfirsk ættuð stúlka skorar ótrúlegt mark í Noregi - Myndband

Mark, sem Marie Jóhannsdóttir skoraði í innanhússfótbolta í Noregi, hefur vakið mikla athygli þar ytra enda nokkuð óvenjulegt. Hefur TV2 meðal annars sýnt það á vefsíðu sinni. Marie, sem rekur ættir sínar til Skagafjarðar, leikur með liði Styn og var hún að taka víti í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane.
Meira

Haraldur Haraldsson er Skákmeistari Norðlendinga

Skákþingi Norðlendinga 2017 lauk í gær með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji. Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson. Á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks segir að þeir fimm hafi fengið peningaverðlaun.
Meira

Stólarnir yfirgáfu pizzupartýið

Leikmenn Tindastóls hafa sett sinn síðasta þrist á þessu körfuboltatímabilinu. Strákarnir fóru vel studdir í Sláturhús þeirra Keflvíkinga og eftir hörkuleik urðu þeir að bíta í það súra epli að vera sendir í sumarfrí. Lokatölur voru 83-73 og Stólarnir eðlilega svekktir með niðurstöðuna, enda var stefnt hátt í pizzupartýi Dominos-deildarinnar í vetur, en ekki fer alltaf allt eins og stefnt er að þó viljinn sé til staðar.
Meira

Skákþing Norðlendinga á Kaffi Krók um helgina

Skákþing Norðlendinga verður háð á Kaffi Krók um helgina og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fjörið byrjar á atskák en tefldar verða fjórar umferðir með 25 mínútna umhugsunartíma. Í 5. umferð, sem hefst kl. 11 á morgun laugardag, verða tímamörkin hins vegar 90 mínútur + 30 sek. á leik.
Meira

Frí sætaferð í Keflavík

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að bjóða til sætaferðar til Keflavíkur í dag en þar mun Tindastóll heyja mikilvægan leik gegn heimamönnum í úrslitakeppni Dominosdeildar í körfuboltanum. Farið verður frá Íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30. Það er upp á líf eða dauða að tefla hjá Stólunum því þeir verða að vinna þá tvo leiki sem eftir eru við Keflavík til að komast áfram í keppninni. Þeir sýndu það svo sannarlega í síðasta leik að þeir eru til alls líklegir.
Meira

Tindastólsmenn með kröftugan sigur á Keflvíkingum

Það var að duga eða drepast fyrir Stólana í kvöld þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Það var vel mætt í Síkið og meira að segja hávær hópur Keflvíkinga lét í sér heyra – í það minnsta framan af leik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum í hálfelik. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna og lönduðu kröftugum sigri, 107-80.
Meira