Íþróttir

Ksenja Hribljan til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Eftir slitrótt tímabil á Covid-plöguðum körfuboltavetri þá hefst dripplið óvenju snemma þetta haustið en bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni nú eftir helgi. Bæði taka þau þátt í VÍS-bikarnum sem er þegar farinn í gang. Áður hefur Feykir greint frá því að hin bandaríska Maddie Cannon muni spila með kvennaliðinu og nú hefur Ksenja Hribljan frá Slóveníu bæst í hópinn.
Meira

Jafntefli í Hveragerði þegar Húnvetningar heimsóttu geðhrærða Hamarsmenn

Fyrri umferð í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fór fram nú í kvöld. Eftir að hafa lagt lið Álftaness að velli í átta liða úrslitum fengu liðsmenn Kormáks Hvatar það verkefni að mæta Hvergerðingum í Hamri. Leikið var í Hveragerði og endaði leikurinn 1-1 eftir að heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma. Þegar Feykir leitaði frétta af leiknum barst fréttatilkynning frá stuðningsliðinu skömmu síðar og birtist hún hér á eftir í heild sinni.
Meira

Frisbígolfvöllur vígður í blíðviðri á Blönduósi

Glæsilegur frisbígolfvöllur var formlega vígður í Fagrahvammi á Blönduósi í gær. Fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar komu og kynntu íþróttina, helstu grunnatriði, köst og leikreglur. Á heimasíðu Blönduóss segir að frisbígolf sé frábær útivera og tilvalin fjölskylduskemmtun. Það eina sem þarf að gera er að mæta með frisbídiska og hefja leik. Frisbígolfvöllurinn verður opinn allt árið um kring.
Meira

Maður lifir og lærir og allt fer í reynslubankann!

Nú styttist óðfluga í að Íslandsmótunum í knattspyrnu ljúki. Lið Tindastóls, sem hefur í sumar spilað í efstu deild í fyrsta sinn, á eftir að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna og eru í þeirri stöðu að þær verða að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fyrri leikur liðsins er á Selfossi nú á laugardaginn en síðasti leikurinn er sunnudaginn 12. september þegar Stjörnustúlkur mæta á Krókinn. Af þessu tilefni sendi Feykir nokkrar spurningar á Bryndísi Rut Haraldsdóttir, fyrirliða Stólastúlkna, og spurði hana m.a. út í leikinn gegn Keflavík fyrr í vikunni og sumarið í efstu deild.
Meira

Bragi og Einar voru pínu stressaðir fyrir fyrsta leikinn

Þann 22. ágúst síðastliðinn var knattspyrnuleikur á Sauðárkróksvelli. Þá mættu Tindastólsmenn liði Ægis úr Þorlákshöfn og því miður voru úrslitin ekki á þann veg sem heimamenn óskuðu. Þetta reyndist síðasti leikur Stólanna undir stjórn Hauks Skúlasonar þjálfara en þessi síðasti leikur hans verður örugglega lengi minnisstæður tveimur bráðefnilegum pjökkum sem voru valdir í byrjunarlið í meistaraflokki í fyrsta sinn. Þetta voru þeir Bragi Skúlason og Einar Ísfjörð Sigurpálsson en þeir eru báðir fæddir árið 2005 og því 16 ára á árinu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir strákana.
Meira

Hólmar Daði og Jónas Aron komnir í 100 leiki

Það eru ekki bara Stólastúlkur sem hafa verið að bætast í 100 leikja klúbbinn hjá Tindastóli. Í síðustu viku spiluðu Hólmar Daði Skúlason og Jónas Aron Ólafsson hundruðustu leiki sína í Tindastólsgallanum þegar Ægir úr Þorlákshöfn kom í heimsókn á Krókinn. Þeir fengu báðir blómvönd að leik loknum sem hefur vonandi slegið örlítið á svekkelsið eftir tap.
Meira

Kristrún og Laufey komnar yfir 100 leikina

Áður en leikur Tindastóls og Keflavíkur í Pepsi Max deild kvenna var flautaður á sl. mánudagskvöld var tveimur leikmönnum Stólastúlkna færður blómvöndur í tilefni þess að báðar höfðu nýverið spilað sinn 100. leik fyrir Tindastól. Þetta voru varnarjaxlarnir Kristrún María Magnúsdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir sem náðu þessum áfanga þrátt fyrir að vera vart skriðnar yfir tvítugt.
Meira

Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit

Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira

Danskir kylfingar heimsóttu Skagafjörð

Hópur Dana heimsótti Skagafjörð á dögunum, spilaði golf á Hlíðarendavelli og skoðaði náttúruperlur í firðinum og var heimsóknin hluti af golfferð þeirra um Norðurland. Það var Skagfirðingurinn Óli Barðdal sem fór fyrir hópnum sem samanstóð af kylfingum úr golfklúbbi í Árósum þar sem Óli þjálfar.
Meira

Lið Keflavíkur gerði eina markið á Króknum

Það var hart barist í kvöld á Sauðárkróksvelli þegar lið Tindastóls tók á móti Keflvíkingum í miklum fallbaráttuslag. Stólastúlkur þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til að koma sér úr botnsætinu og auka möguleika sína á að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni. Eina mark leiksins kom snemma og það voru gestirnir sem gerðu það og fóru langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild. Lokatölur 0-1 og staða Tindastóls orðin strembin svo ekki sé meira sagt.
Meira