Íþróttir

Lið Tindastóls flörtar við fjörðu deildina

Síðastliðinn laugardag skunduðu liðsmenn Tindastóls austur á Hérað þar sem þeir hittu fyrir topplið Hattar/Hugins í 12. umferð 3. deildar á Villa Park. Ekki þurftu Stólarnir að óttast það að vera stöðvaðir vegna öxulþunga fararskjótans því aðeins 14 kappar héldu austur að meðtöldum þjálfara en aðstoðarþjálfarar liðsins voru báðir í hóp. Mörk frá heimamönnum í sitt hvorum hálfleik dugðu til 2-0 sigurs og tryggði stöðu þeirra á toppi deildarinnar en tapið sendi Tindastólsmenn í fallsæti.
Meira

Húnvetningar bitu Úlfana af sér

Lið Kormáks/Hvatar komst aftur á sigurbraut í 4. deildinni nú um helgina eftir fíngert hikst í síðustu umferð gegn toppliði D-riðils. Það voru Úlfarnir úr Safamýri sem mættu til leiks á Húnavöku og gerðu heimamönnum erfitt fyrir. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu 2-1, og styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Ungir körfuboltaleikmenn skrifa undir samning

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól heldur áfram að endurnýja samninga og gera nýja. Nú var verið að undirrita samninga við þá Örvar Freyr Harðarson og Eyþór Lár Bárðason, sem og tvíburana Orri Má og Veigar Örn Svavarssyni.
Meira

Laura og Nadín styrkja lið Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo leikmenn um að spila með Stólastúlkum út tímabilið. Um er að ræða Nadejda Colesnicenco, 25 ára landsliðskonu Moldóva, og Laura Rus en sú síðarnefnda er landsliðsmaður Rúmeníu, 33 ára og hefur verið aðalframherji Rúmena í áratug að sögn Óskars Smára Haraldssonar í þjálfarateymi Tindastóls. Hann segir að þær séu væntanlegar til landsins á morgun, báðar bólusettar, komnar með leikheimild og ættu að mæta á sína fyrstu æfingu á föstudaginn.
Meira

Orri og Veigar í lokahóp fyrir Norðurlandamót U-16

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn, Svavarssynir, hafa verið valdir í 12 manna lokahóp U-16 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem mun fara fram í Kisakallio í Finnlandi dagana 1.-5. ágúst. Þar mun Ísland leika gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum.
Meira

Systkinabarátta á meistaramóti GSS

Meistaramóti Golfklúbbs Skagafjarðarlauk sl. laugardag með sigri Arnars Geirs og Önnu Karen Hjartarbörnum en leikið var frá miðvikudegi í nokkrum flokkum. Arnar og Anna eru ekki óvön að taka á móti bikurunum og meistaranafnbótinni því þau voru ríkjandi meistarar. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, tóku um 40 manns þátt í blíðu veðri sem var skemmtileg tilbreyting frá fyrri mótum.
Meira

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Tap í bragðlitlum leik gegn Þrótti

Stólastúlkum hefur lengi gengið brösuglega að ná í góð úrslit gegn liði Þróttar í Reykjavík og það varð engin breyting á því í gærdag þegar liðin mættust á Eimskipsvellinum í 10. umferð Pepsi Max deildarinnar. Eitt mark heimastúlkna í sitt hvorum hálfleiknum dugði til að leggja lið gestanna sem komu boltanum ekki í mark andstæðinganna að þessu sinni. Lokatölur því 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Masssamba til liðs við Stólana

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil. Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir Svía í síðasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik, leikskilning og leiðtogahæfni.
Meira