Íþróttir

Feðgarnir Karl og Theodór sigursælir á MÍ öldunga

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í öldungaflokki fór fram á Sauðárkróksvelli um síðastliðna helgi, dagana 14. - 15. ágúst. Keppendur Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, voru sigursælir á mótinu og hrepptu 21 íslandsmeistaratitil.
Meira

Mótsgjöld Opna Advania renna í styrktarsjóð Hlyns Þórs, golfkennara

Opna Advania golfmótið verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki nk. laugardag, 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta og gildir betri bolti á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld muni renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.
Meira

Tindastólsmenn niðurlægðir í Hafnarfirði

Lið Tindastóls hefur dúllað í fallbaráttu 3. deildar í allt sumar, byrjaði mótið illa og þrátt fyrir að hafa á köflum sýnt ágæta leiki þá hefur liðið lekið mörkum á ögurstundu og tapað í leiðinni alltof mörgum stigum. Í gær héldu strákarnir suður í Hafnarfjörð þar sem ÍH tók á móti þeim. Liðin voru með jafnmörg stig fyrir leikinn, voru í tíunda og ellefta sæti deildarinnar, og það mátti því reikna með hörkuleik og hasar. 7-0 í hálfleik fyrir heimamenn var ekki eitthvað sem menn sáu fyrir sér. Lokatölur 8-0 fyrir ÍH og eitt versta tap í sögu Tindastóls döpur staðreynd
Meira

Tilvera Tindastóls í toppdeild í hættu eftir svekkjandi tap í gær

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær þegar ÍBV tók á móti Keflavík í Eyjum, Stjarnan tók sig upp og ferðaðist úr Garðabænum og inn í Laugardalinn til Þróttar og Stólastúlkur skruppu yfir Tröllaskagann og öttu kappi við stöllur sínar í Þór/KA á Akureyri. Úrslit voru ekki hagstæð fyrir Tindastól þar sem liðið beið lægri hlut fyrir sprækum Eyfirðingum og Keflavík, sem vermdi botnsætið, náði að leggja Eyjastúlkur og náðu að spyrna sér örlítið af botninum þar sem Stólar dúsa nú.
Meira

Hilmir Rafn til liðs við Venezia á Ítalíu

Húni.is segir frá því að Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að 17 ára gamall strákur frá Hvammstanga, Hilmir Rafn Mikaelsson, muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Samningurinn er til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa Húnvetninginn efnilega.
Meira

Hvíti riddarinn mátaður eftir góðan endaleik heimamanna á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar tryggði endanlega sæti sitt í úrslitakeppni 4. deildar með sterkum sigri á helsta keppinaut sínum um annað sæti í D-riðlinum. Gestirnir í Hvíta riddaranum komust yfir snemma í síðari hálfleik en heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og blésu til sóknar sem skilaði þremur mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.
Meira

Dýrmæt stig töpuðust í uppbótartíma

Það var hart barist á Sauðárkróksvelli í gær þegar sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis á Árskógsströnd mætti heimamönnum í Tindastóli í 3. deildinni. Bæði lið þráðu sigur; Stólarnir til að safna stigum í botnbaráttunni en gestirnir þurftu stigin ef þeir ætluðu að eiga raunhæfan möguleika á að keppa um sæti í 2. deild. Það fór svo að liðin sættust á jafntefli en D/R jafnaði leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Meira

Krakkarnir fá að lifa atvinnumannalífi í viku

Síðastliðinn mánudag hófust Körfuboltabúðir Tindastóls á Sauðárkróki. í búðirnar eru skráðir rúmlega 40 krakkar úr 14 félögum á aldrinum 12 til 16 ára. Stór hluti af þessum krökkum eru í fullu fæði og húsnæði á Hótel Miklagarði. Helgi Freyr Margeirsson er yfirþjálfari körfuboltabúðanna og átti blaðamaður Feykis samtal við hann er hann heimsótti búðirnar fyrr í dag.
Meira

Systir Gitzy með gull í Tokyo

Ekki náðu Íslendingar í verðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo og voru ekki nálægt því að þessu sinni. Margir hafa notið þess að fylgjast með fjölbreyttum greinum sem keppt hefur verið í og öllu því ljúfsára drama og þeirri botnlausu gleði sem fylgir þessum stórkostlegu leikum. Með góðum vilja getur Tindastólsfólk samglaðst stúlku frá Dyflinni, Kellie Harrington og fjölskyldu hennar, en Kellie gerði sér lítið fyrir í nótt og nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Meira

„Okkar framtíð er í okkar höndum“

Feykir hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, annan þjálfara Stólastúlkna, eftir tapleik gegn meistaraliði Breiðabliks í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Óskar Smári var sáttur við framlagið hjá liðinu. „ Það er ekki annað hægt [fyrir okkur þjálfarana] en að vera ánægðir með stelpurnar. Þær lögðu sig allar sem ein fram, hlupu eins og engin væri morgundagurinn og höfðu trú á verkefninu.“
Meira