Íþróttir

Frábær endurkoma Tindastóls gefur smá von

Það var boðið upp á góða skemmtun á Sauðárkróksvelli í gær þegar Tindastóll og Einherji mættust í botnslag 3. deildar. Stólarnir urðu hreinlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fall í 4. deild en stig hefði tryggt Vopnfirðingum áframhaldandi veru í deildinni. Leikurinn var æsispennandi og sveiflukenndur en endaði með kærkomnum en sjaldgæfum sigri Tindastóls. Lokatölur 4-2.
Meira

„Trúin flytur fjöll“ segir Guðni Þór

Síðasta umferðin í Pepsi Max deild kvenna fer fram nú um helgina. Það er á brattann að sækja fyrir lið Tindastóls og sennilega bara allra bjartsýnustu menn og konur sem reikna fastlega með að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En miði er möguleiki og Stólastúlkur þurfa fyrst og síðast að einbeita sér að því að sigra lið Stjörnunnar þegar liðin mætast á sunnudaginn. Feykir tók stöðuna með Guðna Þór Einarssyni í þjálfaragengi Stólanna og hann segir að leikurinn verði lagður upp svipað og gegn Selfossi um síðustu helgi.
Meira

„Virkilega stoltur af strákunum“

„Tilfinningin var ólýsanleg. Langþráður draumur að rætast hjá leikmönnum, þjálfarateymi, meistaraflokksráði og stuðningsmönnum okkar. Við lögðum allt okkar í verkefnið og uppskárum eftir því. Ég er því virkilega stoltur af strákunum,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Kormáks Hvatar, þegar Feykir spurði hann hvernig tilfinningin hafi verið þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Blönduósi á þriðjudag og ljóst var að liðið hafði tryggt sér sæti í 3. deild að ári. Kormákur Hvöt spilar á morgun við lið KH á Origo-vellinum í Reykjavík en þar ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari í 4. deild.
Meira

Akil DeFreitas hefur spilað erlendis frá 18 ára aldri

Einn af lykilleikmönnum liðs Kormáks/Hvatar í sumar, og sömuleiðis aðstoðarþjálfari liðsins, er Akil DeFreitas, 34 ára gamall atvinnufótboltamaður frá Trinidad og Tobago sem er lítil eyja í Karabíska hafinu. Akil segist yfirleitt spila á vinstri kanti en hann getur einnig spilað sem senter eða sem framliggjandi miðjumaður. Nú á þriðjudaginn gerði Akil sigurmark Kormáks/Hvatar þegar Húnvetningar mættu liði Hamars úr Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 3. deild að ári. Hann hefur því heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar í Húnavatnssýslum.
Meira

Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Álftnesinga

Leikið var karlaflokki í VÍS bikarnum í gær og þá mættust lið Tindastóls og Álftaness, með Króksarann Pálma Þórsson í sínum röðum, í Síkinu. Stólarnir tóku strax völdin og voru yfir, 57-29 í hléi. Leikar voru jafnari í síðari hálfleik og fór svo að heimamenn unnu 30 stiga sigur, 100-70.
Meira

Húrra! Lið Kormáks/Hvatar tryggði sér sæti í 3. deild

Seinni leikirnir í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fara fram í dag og fyrir stuttu lauk leik Kormáks/Hvatar og Hamars frá Hveragerði sem fram fór á Blönduósi. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna þurftu heimamenn að sigra í dag eða gera 0-0 jafntefli. Markalaust var í leikhléi en sigurmark Húnvetninga kom snemma í síðari hálfleik.
Meira

Tóti ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að barna- og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur úr leik í VÍS-bikarnum

Fyrsti leikur Tindastóls á nýju körfuboltatímabili var í kvöld en þá fóru Stólastúlkur suður í Garðabæ og spiluðu við lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum. Ekki fóru stelpurnar okkar ferð til fjár því heimastúlkur reyndust talsvert öflugri í kvöld og endaði leikurinn 68-43.
Meira

Stólastúlkur sóttu geggjaðan sigur á Selfoss

Tap gegn liði Keflavíkur í síðasta heimaleik Stólastúlkna í botnbaráttu Pepsi Max deildarinnar var mikið kjaftshögg og ekki verðskuldað. Tapið þýddi að ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins gæfi liðinu séns á að halda sæti sínu í deild hinna bestu og ekki víst að það dugi þegar upp er staðið. Stólastúlkur kláruðu fyrri leikinn í dag með frábærum og sanngjörnum sigri á sterku liði Selfoss. Lokatölur 1-3.
Meira

Stólarnir í gjörgæslu á botni 3. deildar þrátt fyrir stig í Garðinum

Tindastóll heimsótti Víði á Nesfisk-völlinn í Garði í dag. Staða Tindastóls er því miður afar erfið í neðsta sæti 3. deildar og þrátt fyrir að eitt stig hafi bæst í stigasafnið í dag þá eru mestar líkur á því að það dugi skammt því lið Einherja á Vopnafirði virðist hafa náð vopnum sínum á ögurstundu og virðist líklegt til að skilja Stólana og ÍH eftir í botnsætum deildarinnar. Lokatölur í Garðinum voru 1-1.
Meira