Íþróttir

Stórleikur í Pepsi Max deild kvenna í kvöld

Nú styttist í knattspyrnutímabilinu og fáir leikir eftir. Stólastúlkur eiga eftir að spila þrjá leiki í Pepsi Max deildinni og í kvöld er gríðarlega mikilvægur leikur á Sauðárkróksvelli þar sem ekkert annað en sigur dugar. Mótherjar Tindastóls er lið Keflavíkur sem er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Stólastúlkur sem sitja á botninum. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú má enginn liggja á liði sínu – stelpurnar okkar þurfa pepp og stuðning.
Meira

Enn gengur hvorki né rekur hjá Stólunum

Lið Tindastóls er í slæmum málum í 3. deildinni en fyrr í dag spiluðu strákarnir gegn liði Sindra á Höfn. Líkt og í síðustu leikjum voru stigin þrjú mikilvæg báðum liðum en Stólarnir þurfa stigin nauðsynlega til að bjarga sér frá falli en Hornfirðingarnir eru að berjast um að næla sér í sæti í 2. deild að ári. Þrátt fyrir ágætan leik þá tókst Tindastólsmönnum ekki að næla í stigin. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn og staðan orðin verulega vond.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í vænlegri stöðu

Fyrsta umferðin í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær. Á Blönduósi tóku heimamenn í liði Kormáks/Hvatar á móti liði Álftaness og var reiknað með hörkuleik. Húnvetningar áttu ágætan leik og voru sprækara liðið en eina mark leiksins gerðu heimamenn seint í leiknum og fara því með ágæta stöðu í seinni leik liðanna sem fram fer á OnePlus-vellinum þriðjudaginn 31. ágúst.
Meira

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira

Valur númeri stærri en Stólar

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gær er þær lögðu Tindastól á heimavelli sínum á Hlíðarenda með sannfærandi hætti og miklu markaregni. Áður en yfir lauk höfðu Valsarar sent boltann sex sinnum í mark Stóla sem náðu þó að svara fyrir sig með einu marki úr víti í lokin.
Meira

Baráttan við Álftanes leggst vel í Ingva Rafn

Síðasta umferðin í 4. deild karla fór fram um síðustu helgi og þá varð ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nú á föstudaginn. Lið Kormáks/Hvatar hafði þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina og hefur spilað vel í sumar. Lið Húnvetninga fær hins vegar verðugt verkefni í átta liða úrslitum en þá etja þeir kappi við lið Álftaness og fer fyrri leikur liðanna fram á Blönduósi á morgun, 27. ágúst, og hefst kl. 18:00. „Ég held að það megi búast við skemmtilegri viðureign tveggja góðra liða þar sem allt getur gerst. Ef við mætum klárir þá hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar, í spjalli við Feyki.
Meira

Tindastóll íslandsmeistari í 4. flokk kvenna í átta manna bolta

Stelpurnar í fjórða flokki Tindastóls kórónuðu glæsilegt tímabil þegar þær voru krýndar Íslandsmeistarar í 4. flokk kvenna í átta manna bolta eftir að þær unnu Þór á mánudaginn sl. með 2-5 sigri í leik sem fram fór á Akureyri.
Meira

Vigdís Edda í Meistaradeildinni með Blikum

Í síðustu viku fór fram undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu og voru fjögurra liða riðlar spilaðir víðsvegar í Evrópu. Ekki var nú lið Tindastóls að sprikla á þessum vettvangi en það gerði hins vegar lið Breiðabliks og þar er ein stúlka með Tindastóls DNA, Vigdís Edda Friðriksdóttir, sprungulaus Króksari.
Meira

Það er bara ekkert að frétta!

Tindastóll og Ægir úr Þorlákshöfn mættust á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir í fallsæti fyrir leikinn en Ægismenn í séns með að komast upp í 2. deild. Heimamenn höfðu tapað síðasta leik 8-0 og frammistaðan í dag var ekki til að hrópa húrra yfir. Það reyndist gestunum allt of auðvelt að næla í stigin þrjú, gerðu tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik og Stólarnir virkuðu aldrei líklegir til að trufla þá verulega í síðari hálfleik. Lokatölur 1-3.
Meira

Tólf sigrar og tvö töp uppskera sumarsins hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta leik sinn í riðlakeppni 4. deildar í gær en þá héldu Húnvetningar í Eyjafjörðinn þar sem þeir mættu Samherjum á Hrafnagilsvelli. Það var svo sem ekki mikið undir annað en heiðurinn því sæti Kormáks/Hvatar í úrslitakeppni 4. deildar var löngu tryggt. Það fór svo að stigin þrjú fóru með Húnvetningum heim en lokatölur voru 0-1.
Meira