Skákfélag Sauðárkróks sigraði í 4. deild Íslandsmóts Skákfélaga

Jón Arnljótsson, Pálmi Sighvats og Erlingur Jensson kampakátir með verðlaunin. Mynd af FB.
Jón Arnljótsson, Pálmi Sighvats og Erlingur Jensson kampakátir með verðlaunin. Mynd af FB.

Skákfélag Sauðárkróks var meðal þátttakenda í Íslandsmóti Skákfélaga sem lauk um helgina, en þá var síðari hlutinn tefldur. Eftir fyrra hlutann, sem fram fór í október, endaði Skákfélag í efsta sæti í 4. deild eftir að hafa unnið allar sínar viðureignir og segir á  heimasíðu félagsins að það hafi haldið uppteknum hætti í móti helgarinnar og fengið fullt hús stiga eða 14 með 30,5 vinninga af 42 mögulegum.

Sjö liðsmenn Skákfélagsins öttu kappi að þessu sinni þeir Þór Hjaltalín, sem hlaut tvo og hálfan vinning, Pálmi Sighvats þrjá, Birgir Örn Steingrímsson þrjá og hálfan, Unnar Ingvarsson 4 ½, Steingrímur Steinþórsson fimm vinninga, jafnmarga og formaðurinn Jón Arnljótsson en flesta vinninga hlaut Erlingur Jensson sem sigraði í öllum sínum viðureignum og uppskar sjö stig.

HÉR er hægt að skoða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir