Eitt stig komið á Krókinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
22.04.2025
kl. 09.12

Maður leiksins var Sigtryggur Arnar sem setti niður sjö þriggja stiga körfur og átti stórkostlegan leik. Mynd: Sigurður Pálsson.
Það var heldur betur veisla í Síkinu í gær þegar Stólarnir mættu Álftnesingum í fyrsta einvígi liðanna í 4-liða úrslitum. Það var von á leik sem enginn körfuboltaáhugamaður vildi missa af því þegar þessi tvö lið hafa mæst í vetur hafa verið hörkuleikir þar sem Tindastóll vann fyrri leikinn 109-99 í lok nóvember en síðari leikurinn fór 102-89 fyrir Álftanes í lok febrúar. En það var því miður ekki raunin því Stólarnir voru með tökin á leiknum allan tímann og unnu sannfærandi sigur, lokatölur 100-78.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.