Yves Ngassaki á að skora fyrir Stólana í sumar

MYND AF TINDASTÓLS
MYND AF TINDASTÓLS

Í frétt á vef Tindastóls er sagt frá því að knattspyrnudeild félagsins hefur samið við franska framherjann Yves Ngassaki um að leika með Tindastólsliðinu á komandi tímabili. Yves er stór, sterkur og fljótur framherji sem á eftir að nýtast okkar liði alveg frábærlega,“ er haft eftir Donna þjálfara.

Yves er fæddur árið 1996 og lék með yngri liðum Cheltenham Town á Englandi. Undanfarin ár hefur hann leikið í Kanada með liðinu CMS Oissel og nú síðast með knattspyrnuliði Sherbrooke-háskólans í sama landi. „Við ætlumst til mikils af honum i sumar og væntum þess að okkar frábæra samfélag taki vel á móti honum þegar hann mætir á svæðið í apríl," segir Donni þjálfari meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir