Aldís María og Anna Margrét áfram með Stólastúlkum

Aldís María til vinstri og Anna Margrét til hægri. MYND AF TINDASTÓLL.IS
Aldís María til vinstri og Anna Margrét til hægri. MYND AF TINDASTÓLL.IS

Á Tindastóll.is segir af því að nýverið undirrituðu þær Aldís María Jóhannsdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls og verða því með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar.

Aldís María er uppalinn Þórsari en gekk til liðs við Tindastól árið 2020. Hún er fædd árið 2001 hefur leikið 35 leiki fyrir Stólana, mest á vinstri kantinum, og skorað í þeim sex mörk. Aldís skrifaði undir eins árs samning. Hún gerði tvö mörk fyrir lið Stólastúlkna í Pepsi Max deildinni síðasta sumar og komu þau bæði í 1-3 sigurleik gegn Selfossi síðla sumars.

Anna Margrét er uppalinn hjá Stólunum og hefur leikið 35 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls en hún kom inn í meistaraflokkshópinn sumarið 2017, þá 16 ára gömul. Anna skrifaði undir tveggja ára samning við lið Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir