Íþróttir

Karlaliði Tindastóls spáð 3. og 5. sæti í Subway-deildinni

Á þriðjudaginn var haldinn kynningarfundur fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta þar sem spár þjálfara, fyrirliða og formanna liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna voru m.a. kynntar, ásamt spá fjölmiðla fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna. Karlaliði Tindastóls er spáð 3. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum en 5. sæti af fjölmiðlum en kvennaliðið því áttunda. Í upphafi fundar var skrifað undir samning við nýjan samstarfsaðila úrvalsdeilda og heitir nú Subway-deildin og tekur við af Dominos.
Meira

Maddie með 52 framlagspunkta í sigri Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls hóf leik í 1. deild kvenna í körfubolta nú undir kvöld. Stelpurnar heimsóttu þá sameinað lið Hamars og Þórs Þ. og var spilað í Hveragerði. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og voru tveimur stigum yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta gekk allt upp hjá liði Tindastóls sem náði góðu forskoti og sigraði leikinn örugglega 76-89.
Meira

Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira

Skallar og Blikar fá lið Tindastóls í heimsókn

Dregið var í 32-liða og 16-liða úrslit í VÍS bikarkeppni KKÍ í dag í húsakynnum VÍS í 108 Reykjavík og voru bæði karla- og kvennalið Tindastóls að sjálfsögðu í pottinum góða. Ekki bauð fyrrnefndur pottur Stólum upp á heimaleiki því stelpurnar mæta liði Breiðabliks í Kópavogi en strákarnir fara í Fjósið í Borgarnesi þar sem gulir og glaðir Skallagrímsmenn bíða spenntir.
Meira

16 frá Tindastól á Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Í dag fara fram æfingar í Boganum á Akureyri þar sem ungir og efnilegir knattspyrnukrakkar af öllu Norðurlandi taka þátt í og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Eru þær liður í Hæfileikamótun sem N1 og KSÍ. Sextán fara frá Tindastóli.
Meira

Körfuboltadagur KKÍ á Blönduósi

Laugardaginn 16. október ætlar Körfuknattleikssamband Íslands að vera með körfuboltadag í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Þar verða haldnar æfingar og farið í leiki með því markmiði að kynna körfuboltann fyrir krökkum á Blönduósi og nærsveitum.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Amber og Jónas Aron best í Tindastól

Uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í fótbolta var haldin á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki sl. laugardagskvöld að viðstöddum allflestum leikmönnum liðanna, þjálfurum og stjórn. Þar voru bestu og efnilegustu leikmennirnir valdir ásamt bestu liðsfélögunum.
Meira

Donni ráðinn þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá Tindastól

Í dag skrifuðu stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, undir þriggja ára samstarfssamning um að Donni taki að sér aðalþjálfarastöðu beggja meistaraflokka félagsins auk þess að vera yfirmaður knattspyrnumála.
Meira

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir segir á Facebook-síðu sinni í morgun að hún muni bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en boðað hefur verið til aukaþings samtakanna þann 2. október eftir að stjórn og formaður sagði af sér fyrir skömmu.
Meira