Íþróttir

Margrét Rún stendur í marki U17 um helgina

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í fótbolta, hefur valið Margréti Rún Stefánsdóttur í hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Serbíu og Spáni og verður riðillinn leikinn í Serbíu dagana 24.-30. september.
Meira

Drama í lokaumferðinni þegar Stólarnir féllu í 4. deild

Það fór eins og margan grunaði að það varð hlutskipti Tindastóls að falla niður í 4. deild eftir frekar afleitt og lukkulaust sumar í boltanum. Enn var þó möguleiki á því að liðið héldi sér uppi þegar flautað var til leiks í Eyjum í dag og nöturleg staðreynd að sigur hefði dugað liðinu til að halda sér uppi þar sem Vopnfirðingar kræktu aðeins í eitt stig á heimavelli gegn Víðismönnum. Lokatölur í leiknum gegn KFS í Eyjum voru hins vegar 4-3 fyrir heimamenn og versta martröð Tindastólsmanna því orðin að veruleika.
Meira

„Sýndum veikleika þar sem allir eru sammála um að við ætlum að bæta“ - Stólar úr leik í bikarnum

Stjarnan sló Tindastól út í Bikarkeppni VÍS í körfubolta í gærkvöldi sem fer fyrir vikið í úrlitarimmu gegn Njarðvík, sem fyrr um daginn sló ÍR út, nk. laugardag. Leikur gærkvöldsins var hörkuspennandi og réðust úrslit endanlega rétt í lokin, 86:81.
Meira

„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“

Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira

Samningur Óskars Smára ekki endurnýjaður

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við Óskar Smára Haraldsson, hinn helminginn í þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls, en í gær var tilkynnt að Guðni Þór Einarsson væri fluttur suður og myndi ekki þjálfa liðið áfram. Það er því ljóst að það verður nýr þjálfari í brúnni næsta sumar þegar Stólastúlkur stíga dansinn í Lengjudeildinni.
Meira

„Okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður“

Feykir sagði frá því fyrr í dag að Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, hefur nú sagt skilið við liðið sitt enda búinn að flytja sig um set suður á mölina. Óhætt er að fullyrða að Guðni hafi staðið sig með mikilli prýði og ávallt verið Tindastóli til sóma líkt og liðið sem hann þjálfaði. Í tilefni af þessum tímamótum sendi Feykir kappanum nokkrar spurningar.
Meira

Guðni Þór hættir með Stólastúlkur

Það er komið að tímamótum hjá kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu því Guðni Þór Einarsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár, fyrst í félagi við Jón Stefán Jónsson tímabilin 2018-2020 og nú í sumar með Óskari Smára Haraldssyni, lætur nú af störfum en hann er að flytja sig um set suður yfir heiðar. Með Guðna við stýrið hefur lið Tindastóls náð einstæðum árangri í knattspyrnusögu félagsins.
Meira

KH hafði betur í úrslitaleiknum gegn Kormáki/Hvöt

Á laugardag var leikið til úrslita í 4. deild karla í knattspyrnu en leikið var á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Reykjavík. Lið Kormáks/Hvatar og KH höfðu þegar tryggt sér sæti í 3. deild að ári og nú átti bara eftir að komast að því hvort liðið teldist sigurvegari 4. deildar. Heimamenn í Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda höfðu betur og sigruðu lið Húnvetningar 3-0.
Meira

Spennusigur Stóla í Síkinu

Það var hart tekist á í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu Stóla heim í VÍS bikarkeppninni í körfubolta. Eftir góðan leik gestanna í fyrri hálfleik snéru leikmenn Tindastóls taflinu við í þeim seinni og lönduðu sætum baráttusigri í höfn og unnu með 84 stigum gegn 67.
Meira

Fall staðreynd eftir tap gegn Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í efstu deild í bili í dag þegar lið Stjörnunnar úr Garðabæ kom í heimsókn á Krókinn. Ljóst var fyrir leikinn að það var nánast eins og að biðja um kraftaverk að ætlast til þess að lið Tindastóls héldi sæti sínu í efstu deild en það var þó veikur möguleiki. Stelpurnar börðust eins og ljón og gáfu allt í leikinn en gestirnir gáfu fá færi á sér og nýttu sér síðan örvæntingu heimastúlkna til að næla í sigurmark þegar lið Tindastóls var komið framar á völlinn. Lokatölur voru 1-2 fyrir Garðbæinga og því ljóst að Lengjudeildin tekur við hjá liði Tindastóls næsta sumar.
Meira