Íþróttir

Sigríður Svavarsdóttir nýr formaður GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við af manni sínum Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns hvar Halldór Halldórsson sat áður.
Meira

Maddie gekk af göflunum fyrir vestan

Það var spilað í 1. deild kvenna í dag og Stólastúlkur fóru vestur á Ísafjörð þar sem Vestrastúlkur biðu. Það var allt í járnum í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik tóku Stólastúlkur leikinn yfir og unnu að lokum öruggan sigur, 68-89, og komust aftur á sigurbraut. Að öðrum ólöstuðum er rétt að nefna að Maddie Sutton átti stjörnuleik en það gerist nú sennilega ekki oft að einn og sami leikmaðurinn skori yfir þrjátíu stig og taki yfir þrjátíu fráköst í sama leiknum. Sem var það sem Maddie gerði í dag og lauk leik með 58 framlagspunkta! Já, hvaða rugl er þetta!?!
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Árný Lilja valin sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Árný Lilja Árnadóttir á Sauðárkróki fékk í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem hana fær.
Meira

Stólarnir framreiddu flatböku fátæka mannsins í Mathús-höllinni

„Já, þetta var bara flatt og lélegt, það var einhver smá kafli þarna í öðrum leikhluta sem menn sýndu einhvern smá vilja… Þriðji leikhlutinn byrjar hérna á því að bæði lið virtust ekki vilja vinna þennan leik fyrstu 5 mínúturnar…við ákváðum að nýta ekki það tækifæri sem þar gafst og því fór sem fór,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, ósáttur í samtali við Körfuna.is eftir tap í Mathús Garðabæjar-höllinni í gærkvöld þar sem Raggi Nat stútaði Stólunum. Lokatölur 87-73 og þriðji tapleikur tímabilsins gegn Stjörnumönnum bitur staðreynd.
Meira

Árný Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins á golfþingi GSÍ

Golfþing GSÍ verður haldið næstkomandi helgi á Fosshótel Reykjavík og verður dagskrá golfþingsins fjölbreytt sem fyrr. Ljóst er að næsti forseti GSÍ verður kona, í fyrsta sinn í sögu sambandsins þar sem Hulda Bjarnadóttir er sjálfkjörin. Tekur hún við af Hauki Erni Birgissyni. GSÍ óskaði eftir tilnefningum golfklúbba um sjálfboðaliða ársins 2021 og verður valið kynnt á þinginu en stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar tilnefndi Árnýju Lilju Árnadóttir úr sínum röðum.
Meira

Stólastúlkurnar reyndust Stólastúlkunum erfiðar í hörku grannaslag

Það var grannaslagur á Akureyri í gær þegar lið Þórs og Tindastóls mættust í 1. deild kvenna. Lið Akureyringa er að stórum hluta skipað fyrrum leikmönnum Tindastóls en fjórar stúlkur yfirgáfu lið Stólanna í sumar og skiptu yfir í Þór og það var því nokkuð gefið að hart yrði barist í Höllinni. Stólastúlkur komu ljóngrimmar til leiks og gáfu Þórsurum alvöru leik. Staðan var jöfn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en á lokametrunum skilaði breiddin í liði Þórs heimastúlkum sigri. Lokatölur 79-68.
Meira

Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson

Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira

Iðnaðarsigur í Síkinu

Tindastóll og Vestri mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöttu umferð Subway-deildarinnar. Gestirnir höfðu unnið einn af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en Stólarnir á fínu róli með fjóra sigra. Það voru því kannski flestir sem reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri heimamanna og svo virtist sem leikmenn Stólanna hefðu haldið það sjálfir því Ísfirðingar höfðu talsverða yfirburði til að byrja með. Þegar heimamenn trekktu upp vörnina fór að ganga betur og að lokum var ágætum sigri landað. Lokatölur 92-81 og Stólarnir í hópi þeirra fjögurra liða sem tróna á toppi deildarinnar.
Meira

Molduxar heimsóttu Garðinn hans Gústa

Um liðna helgi fór (h)eldri deild Íþróttafélags Molduxa frá Sauðákróki í skemmti- og menningarferð til Húsavíkur – ásamt Gilsbungum. Þeir kumpánar kíktu í leiðinni á Garðinn hans Gústa en garður þessi er veglegur körfuboltavöllur sem reistur hefur verið við Glerárskóla á Akureyri til minningar um Ágúst H. Guðmundsson sem segja má að hafi borið körfuboltalíf Akureyringa á herðum sér síðustu árin.
Meira