Íþróttir

Öruggur sigur gegn Samherjum

Tindastóll spilaði annan leik sinn í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í gær þegar liðið sótti Samherja úr Eyjafirði heim á KA-völlinn. Líkt og í síðasta leik þá hafðist öruggur sigur en lokatölur urðu 5-1 og Stólarnir því í góðum málum í B-deild mótsins.
Meira

Draugamót Molduxa í stað Jólamóts

Jólamót Molduxa í körfubolta fellur niður annað árið í röð vegna Covid-19 sóttvarnatakmarkana en í staðinn verður svokallað draugamót líkt og í fyrra þar sem fólki er gefinn kostur á að styðja við rekstur körfuboltadeildar Tindastóls.
Meira

Opið á skíðasvæðinu í Stólnum

Þrátt fyrir yfirstandandi hitabylgju og snjóleysi í byggð þá er nægur snjór á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Opið er frá 15-20 í dag og veðrið ku vera gott og færi fínt. Neðri lyftan er opin og sömuleiðis Töfrateppið og göngubrautin.
Meira

Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Meira

Meistararnir með sýnikennslu í körfubolta í Síkinu

Blessaður Stofu-Stóllinn átti ekki von á góðu fyrir hönd sinna manna í Tindastóli fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn sem fram fór í Síkinu í kvöld. Spáði nokkuð öruggu tapi. Aðrir voru kannski bjartsýnni þar sem liði Tindastóls hefur upp á síðkastið gengið ágætlega með Þórsarana. En ekki í kvöld. Á meðan meistararnir léku við hvurn sinn fingur var átakanlegt að horfa á lið Tindastóls sem missti móðinn strax í byrjun síðari hálfleiks og vont bara versnaði í framhaldinu. Lokatölur 66-109... ég endurtek ... nei, best að sleppa því.
Meira

Mette Mannseth valin knapi ársins 2021

Í gær var tilkynnt hestamannafélagið Skagfirðingur hverjir væru titilhafar ársins 2021 hjá félaginu. Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en hún átti góðu gengi að fagna á árinu. Mette er íþrótta -og gæðingaknapi ársins hjá Skagfirðingi, Eyrún Ýr Pálsdóttir er skeiðknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon knapi ársins í ungmennaflokki og Pétur Grétarsson knapi ársins í áhugamannaflokki.
Meira

Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt

Fulltrúar frá Ungmennafélaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu í gærkvöldi um þá stöðu sem sameiginlegt meistaraflokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna.
Meira

Engin Stólajól í Keflavíkinni

Það var nú varla nein jólaskemmtiferð sem Tindastólsmenn fóru í Keflavík í gær og engir afslættir í gangi suður með sjó. Keflvíkingar tóku kröftuglega á móti gestum sínum og lögðu grunninn að öruggum sigri sínum með glimrandi leik í fyrsta leikhluta þar sem Stólarnir voru hreinlega áhorfendur. Strákarnir okkar gáfust þó ekki upp, bitu reglulega frá sér en slæmu kaflarnir voru of langir og slæmir. Níu stiga tap, 93-84, gefur ekki sanna mynd af leiknum sem tapaðist af talsverðu öryggi.
Meira

Jólamóti Molduxa frestað

Á fundi mótanefndar Jólamóts Molduxa fyrr í dag var ákveðið að fella niður hefðbundið stórmót sem vera átti annan jóladag vegna óvissuástands í Covid 19 málum þjóðarinnar.
Meira

Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Feykir sagði frá því í gær að meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hafi verið leyst upp en stjórnir félaganna hafa undanfarin tíu ár haldið úti sameiginlegum meistaraflokki. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar, fráfarandi formanns meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, hafði meistaraflokksráði verið gefið umboð til að stjórna því starfi án aðkomu aðalstjórna eða knattspyrnunefnda félaganna.
Meira