Íþróttir

Það er gott að vinna

Tindastólsmenn settu í fjórða gírinn í kvöld og brunuðu yfir Öxnadalsheiðina alla leið til Akureyris þar sem íþróttakarl Þórs, Ragnar Ágústsson, og félagar hans biðu spenntir eftir Stólunum. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir á dögunum og lögðu jójólið Grindavíkur óvænt í parket og náðu þar sínum fyrsta sigri í vetur. Þeir ætluðu væntanlega að endurtaka leikinn í kvöld en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn var spennandi og baráttan í algleymingi eins og í sönnum grannaslag en Stólarnir náðu vopnum sínum þegar á leið og hleyptu heimamönnum ekki inn í leikinn á lokakaflanum. Lokatölur 91-103.
Meira

Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.
Meira

Ragnar Ágústsson valinn íþróttakarl Þórs

Góðvinir okkar í Þór Akureyri heiðruðu nú á dögunum það íþróttafólk sem þótti hafa skarað fram úr í starfi félagsins. Var Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs/KA, kjörin íþróttakona Þórs árið 2021 en síðan var það Skagfirðingurinn Ragnar Ágústsson, fyrirliði körfuboltaliðs Þórs, sem hlaut nafnbótina íþróttakarl Þórs. Sannarlega mikill heiður sem Ragnari er sýndur.
Meira

„Við ætlum að toppa á réttum tíma í þetta skiptið“ segir Baldur Þór

Það stóð ekki til að Krókurinn yrði körfulaus yfir jól og áramót. Það átti meira að segja að spila leik í Subway-deildinni milli jóla og nýárs en þegar upp kom Covid-smit í leikmannahópi Tindastóls varð að fresta fyrirhuguðum leik við góðvini okkar og granna í Þór á Akureyri. Fleiri lið hafa glímt við Covid-grýluna síðustu vikur og má segja að helming leikja í efstu deild hafi verið frestað frá því um jól. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, nú fyrir helgina en hann segir að síðari umferðin í Subway leggist vel í sig og býst hann við jafnri deild með mörgum óvæntum úrslitum.
Meira

Margrét Rún í úrtakshópi U17 landsliðsins

Margrét Rún Stefánsdóttir, sem var varamarkvörður Tindastóls í Pepsi Max deildinni síðasta sumar,hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman til æfinga dagana 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði. Margrét, sem er fædd árið 2005, hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.
Meira

Ingigerður til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Ingigerður Hjartardóttir hafi gengið til liðs við kvennalið mfl. Tindastóls. Ingigerður kemur frá Snæfelli, þar sem hún spilaði upp alla yngri flokkana. Hún hefur verið í 16 manna landsliðshópi U16 og er í dag í úrtaki fyrir u18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul.
Meira

Sextán fótboltakappar skrifa undir tveggja ára samning við lið Tindastóls

Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að í gær skrifuðu 16 leikmenn undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls. Undirritunin fór fram í vallarhúsinu áður en leikmenn héldu á æfingu en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. „Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson (Donni), aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Meira

Aco Pandurevic þjálfar Kormák Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr Aco yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og Færeyjum, en á Íslandi hefur hann spilað með Ægi frá Þorlákshöfn síðastliðinn áratug.
Meira

Agent MoMo meistarar Draugamóts Molduxa

Dregið var í Draugamóti Molduxa á milli jóla og nýárs en um fjáröflunarleik var að ræða sem kom í stað körfuboltamóts sem haldið hefur verið fyrir almenning annan dag jóla í rúman aldarfjórðung. Ekki er hægt að segja að stemningin hafi verið mikil að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar tóku þátt í liðakeppninni en fjórir í einstaklingsflokki.
Meira

Sæþór er nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Sæþór Má Hinriksson í starf framkvæmdastjóra deildarinnar. Sæþór mun vinna náið með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum.
Meira