Íþróttir

Acai verður áfram með Kormáki Hvöt

Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra mikilvægasti leikmaður Kormáks Hvatar úr uppferðarsumrinu 2021 hefur gert samkomulag um að spila áfram með liðinu sumarið 2022. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að tryggja að mikilvægustu púslin taki sér stöðu og geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er framundan í 3. deild.
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk farandbikar Stefáns og Hrafnhildar

Í gær var Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur, fótboltakonu á Sauðárkróki, veittur farandbikar og skjöldur til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn var fyrst veittur fyrir um áratug og hefur sú athöfn farið fram jafnhliða úthlutun menningarstyrkja Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim

Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Meira

Dagbjört Dögg Karlsdóttir valin Íþróttamaður USVH

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hefur verið kjörin Íþróttamaður USVH 2021. Á heimasíðu USVH kemur fram að Dagbjört hafi verið valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og er hún byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands. Þá varð liðið hennar, Valur, Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili.
Meira

„Get ekki beðið eftir að koma aftur og berjast með liðinu mínu“

Stúlkurnar sem reimuðu á sig takkaskóna fyrir lið Tindastóls síðastliðið sumar og þustu um iðagræna fótboltavelli í efstu deild kvennaboltans, stóðu fyrir sínu og vel það – þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan. Fremst meðal jafningja var þó markvörður Stólastúlkna, Amber Michel, sem kemur frá San Diego í Kaliforníu. Hún átti marga stórleiki í markinu, hélt vörninni á tánum og vakti oft athygli fyrir mögnuð tilþrif og ekki síður mikið keppnisskap. Nokkrum sinnum var hún í liði umferðarinnar hjá fjölmiðlum og í lok tímabilsins í Pepsi Max deildinni var hún valin leikmaður ársins á uppskeruhátíð Tindastóls. Það gladdi því stuðningsfólk Tindastóls þegar fréttist að Amber hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning og spila þriðja sumarið sitt á Króknum. Það gerði líka hin einstaka Murielle Tiernan sem verður þá fimmta sumarið með liði Tindastóls.
Meira

Námskeiði Knattspyrnuakademíu Norðurlands frestað vegna Covid

Í byrjun vikunnar var sagt frá því í Feyki aðKnattspyrnuakademía Norðurlands yrði með námskeið dagana 27. og 28. desember nk. á Sauðarkróksvelli þar sem systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu m.a. fyrirlestra. Uppselt var á námskeiðið í vikunni eða í þann mund sem herða þurfti sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu í Covid-smitum og þarf því að fresta námskeiðinu um sinn.
Meira

Íþróttamaður ársins 2021 í Skagafirði

Á síðasta ári gat Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagið Skagafjörður ekki haldið sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt er hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins, árið 2020. Á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Laufey Harpa skiptir yfir í lið Breiðabliks

Stólastúlkan frábæra, Laufey Harpa Halldórsdóttir, hefur ákveðið að söðla um eftir sex ár með meistaraflokki Tindastóls í fótboltanum og skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik sem er eitt af sterkustu kvennaliðum landsins. Laufey Harpa á að baki 119 leiki með liði Tindastóls þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul og í þeim hefur hún skorað 11 mörk en hún spilar jafnan í stöðu vinstri bakvarðar en stundum framar á vellinum.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðasta leik fyrir jól

Á laugardaginn mættust Tindastóll og Fjölnir B í tíundu og síðustu umferð fyrri umferðar 1. deildar kvenna í körfunni. Fyrir leikinn voru Stólastúlkur í níunda sæti (af ellefu liðum í deildinni) en lið Grafarvogsstúlkurnar voru sæti neðar. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í sigur en eftir spennandi leik, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið framan af, þá reyndust síðustu tvær mínútur leiksins drjúgar heimastúlkum í Síkinu sem sigruðu 85-78 og hafa nú unnið fjóra af tíu leikjum sínum.
Meira

Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk

Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira