Íþróttir

Tindastólssigur í fyrsta leik Kjarnafæðimótsins

Þau eru ekki löng fríin í fótboltanum nú um stundir. Lið Tindastóls féll sem kunnugt er niður í 4. deild í haust en það stoðar lítt að staulast um og sleikja sárin. Í fyrrakvöld spiluðu strákarnir fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu fyrir næsta sumar. Þá mættu þeir liði KA 4 í Boganum á Akureyri í fyrstu umferð Kjarnafæðimótsins. Lokatölur voru 4-1 fyrir Tindastól.
Meira

Tveir frá UMSS fengu viðurkenningar frá FRÍ

„Á sérstökum tímum þarf sérstaka nálgun og það var raunin með uppskeruhátíð FRÍ fyrir árið 2021,“ segir á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en uppgjör á árangri og val á frjálsíþróttakarli og -konu og veitingar viðurkenninga í hinum ýmsu flokkum fóru fram með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.
Meira

Stúlkurnar hans Brynjars Karls mörðu sigur

Stólastúlkur héldu suður yfir heiðar í gær og léku við sameinað lið Aþenu/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta. Úr varð hörkuleikur þar sem heimastúlkur á Jaðarsbökkum reyndust sterkari þegar upp var staðið, þrátt fyrir að Ksenja ætti stórleik í liði Tindastóls í sínum síðasta leik með liðinu. Lokatölur voru 90-84 fyrir heimastúlkur.
Meira

Ksenja yfirgefur herbúðir Stólastúlkna í körfunni

Í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sem Feyki barst nú í morgun, segir að stjórnin og Ksenja Hribljan, slóvenskur leikmaður kvennaliðsins, hafi komist að samkomulagi um að Ksenja yfirgefi Tindastól vegna persónulegra aðstæðna. Stjórn þakkar Ksenju fyrir sitt framlag til liðsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.
Meira

Tökum vel á móti Eijlert Björkmann

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Eijlert Björkman til starfa hjá félaginu. Eijlert er sænskur þjalfari með mikla reynslu og mikinnmetnað. Samkvæmt heimildum Feykis er hann ráðinn inn sem þjálfari 2. og 3. flokks karla og verður aðstoðarþjálfari með Donna í meistaraflokkum félagsins. Að auki mun hann sjá um knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og koma að frekari þjalfun. Feykir hafði samband við yfirþjálfara knattspyrnudeildarinnar, Donna Sigurðsson, og spurði hann aðeins út í Eijlert og það sem framundan er hjá Tindastólsliðunum.
Meira

Skákþing Norðlendinga 2021

Tvísýnt var hvort Skákþingið gæti farið fram sökum landsfarsóttar sem herjar á landsmenn alla og setti þetta mjög mark sitt á þátttökuna en undirbúningur að mótinu var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og var þar í forystu Jón Arnljótsson á Ytri-Mælifellsá. Löggiltur skákstjóri úr Reykjavík var Edda Birgisdóttir, Eiríkssonar Kristinssonar, þetta er skagfirskur leggur en Eiríkur var bróðir Sveins Kristinssonar er var þekktur skáksnillingur á sinni tíð.
Meira

Sigur Ármanns í Síkinu þrátt fyrir hetjulega baráttu heimastúlkna

Lið Tindastóls og Ármanns mættust í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið gestanna hefur verið að gera vel í vetur og var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í gær. Þær höfðu yfirhöndina mest allan tímann og í kjölfar þess að Ksenja Hribljan fékk sína aðra tæknivillu og var vísað úr húsi þá reyndist lið Ármanns of sterkt í Síkinu. Þá ekki hvað síst vegna stórleiks Schekinah Sandja Bimpa sem Stólastúlkur náðu aldrei að hemja í leiknum en hún tók 25 fráköst og gerði 49 stig í 64-75 sigri Ármanns.
Meira

Brakandi fínn sigur á Breiðhyltingum í Síkinu

Tindastólsstrákarnir tóku á móti liði ÍR í Síkinu í gærkvöldi í nokkuð sveiflukenndum leik. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengstum en í Breiðhyltingar hafa löngum átt í basli með að gefast upp og sú varð raunin að þessu sinni. Þegar leikurinn átti að vera kominn í öruggar hendur Stólanna þá slökuðu okkar menn á og lið ÍR gekk á lagið, minnkaði muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. Þeir héldu hins vegar ekki dampi og á endanum tryggðu Stólarnir sér 21 stigs sigur, Lokatölur 98-77 þar sem byrjunarlið Tindastóls gerði 94 af 98 stigum og Nesi sá um rest.
Meira

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira