UMFÍ verðlaunar USAH fyrir gott samstarf í héraðinu
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hlaut á laugardag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir verkefni sem stuðlað hefur að góðu og árangursríku samstarfi á milli ungmennafélaganna Hvatar á Blönduósi og Fram á Skagaströnd.
Í tilkynningu frá UMFÍ segir að samstarfið feli í sér sameiginlegar æfingar félaganna í frjálsum, körfubolta og knattspyrnu með Kormáki á Hvammstanga og Tindastóli á Sauðárkróki og fara æfingar fram á öllum svæðum, þ.e. Blönduósi, Hvammstanga Skagaströnd og Sauðárkróki.
„Snjólaug Jónsdóttir, formaður USAH, tók á móti Hvatningarverðlaununum fyrir hönd sambandsins á sambandsráðsfundi UMFÍ, sem fram fór á Höfn í Hornafirði á laugardag. Fundinn sóttu rúmlega 40 fulltrúar sambandsaðila UMFÍ af öllu landinu og var þar rætt í þaula sem getur skipt sköpum fyrir þróun íþróttamála í framtíðinni.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, afhenti henni verðlaunin ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Snjólaug segir æfingarnar hafa gengið mjög vel og batnað með árunum,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.