María Dögg Jóhannesdóttir Íþróttamaður Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
20.12.2024
kl. 17.19
Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin hátíðleg fimmtudagskvöldið 19. desember í Húsi frítímans að viðstöddu margmenni. Þar voru veitt hvatningarverðlaun fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, styrkir veittir úr Afrekssjóði UMSS og landsliðsfólki UMSS veittar viðurkenningar. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins voru tilkynnt og að þessu sinni var kvennalið Körfuknattleiksdeildar Tindastóls valið lið ársins. Finnbogi Bjarnason var valinn þjálfari ársins og Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2024 er María Dögg Jóhannesdóttir frá Knattspyrnudeild Tindastóls en hún hefur leitt lið Tindastóls í efstu deild þar sem Tindastóll er komið til að vera.
Meira