Fréttir

Fjöldi íslenskra fjárhunda heimsótti Byggðasafn Skagfirðinga

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson (1906-1979) stóð Byggðasafnið fyrir dagskrá í Glaumbæ sl. fimmtudag í miklu blíðskaparveðri. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins".
Meira

Frábær toppbaráttusigur Tindastóls

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar heimamenn í Tindastól tóku á móti liði Hamars í Hveragerði. Lið Tindastóls hefur halað inn mikilvæg stig að undanförnu og var komið í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Hvergerðingar voru tveimur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sigur Stólanna hefði komið þeim í góða stöðu. Þetta gekk eftir og Stólarnir unnu stórsigur. Lokatölur 4-0.
Meira

Gul viðvörun frá miðnætti og fram á miðjan dag

Það er alltaf tími fyrir pínu leiðindaveður. Nú á miðnætti skellir Veðurstofan á okkur gulri veðurviðvörun hér á Norðurlandi vestra og stendur sú viðvörun fram til kl. 15 á morgun. Spáð er norðvestan 8-15 m/s og rigningu, talsverðri eða jafnvel mikilli úrkomu á vestanverðum Tröllaskaga.
Meira

Slakur varnarleikur varð Stólastúlkum að falli gegn Fylki

Donni þjálfari var ekki par sáttur við sínar stelpur í dag eftir skell í Árbænum þegar Stólastúlkur sóttu Fylki heim. Árbæjarliðið sat á botni deildarinnar fyrir leikinn, höfðu ekki unnið leik síðan í maí, en eftir jafnan fyrri hálfleik tók heimaliðið völdin og vann sanngjarnan 4-1 sigur.
Meira

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Rabb-a-babb 228: María Sigrún

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Meira

Réttsælis eða rangsælis | Leiðari 27. tölublaðs Feykis

Tröllaskagahringinn fór undirritaður sl. sunnudag í sumarveðri. Þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum fjögur göng þá er alla jafna gaman að fara þennan rúnt – ekki síst í góðu veðri. Það er margt að skoða og leiðin stútfull af bröttum fjöllum og grösugum dölum, söfnum og sjoppum. Á leiðinni er rennt í gegnum Hofsós, Sigló, Ólafsfjörð og Dalvík og hægt að teygja rúntinn með viðkomu á Hólum, í Glaumbæ, Varmahlíð, á Króknum og á Akureyri. Og svo ekki sé talað um að uppgötva útvegsbæina Árskógs-strönd, Hauganes, Hjalteyri og Dagverðareyri og hvað þeir nú heita allir þarna í Eyjafirðinum.
Meira

Gleðipinnar kætast

Morgunblaðið segir af því að Gleðip­inn­ar ehf, sem rek­a meðal ann­ars veit­ingastaðina American Style, Aktu Taktu, Ham­borg­arafa­brikk­una, Shake and Pizza og Black­box, hafi skilað hagnaði upp á 1,02 millj­arða á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í nýj­um samstæðareikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir síðasta ár en fé­lagið er að hluta í eiga Kaup­fé­lags Skagf­irðinga.
Meira

Eldað með Air fryer

Nú ætlar Feykir að mæla með nokkrum Air fryer uppskriftum því annað hvort heimili er komið með svona snilldar græju. En það eru samt margir hræddir við að nota hann svona fyrst en það er um að gera að láta vaða og prufa sig áfram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Air fryer lofsteikingarpottur sem er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti, fyrst og fremst hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Meira

Húnvetningar sóttu þrjú stig í Sandgerði

Lið Kormáks/Hvatar sótti þrjú stig suður með sjó í gærkvöldi en þá mættu þeir botnliði Reynis Sandgerði í afar mikilvægum leik í botnbaráttu 2. deildar. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru eitt mark um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þar sem sterk vörn Húnvetninga hélt vatni og vindum. Lokatölur 0-1.
Meira