Fréttir

Vín frá Spáni á Sauðá í kvöld

Í dag gefst fólki í Skagafirði og nærsveitum tækifæri til að kynnast vínmenningu Spánar, því í kvöld verður boðið uppá vínkynningu á Sauðá kl:17:15 í dag, miðvikudaginn 18.desember. Feykir hafði samband við Sóleyju sem ætlar að leiða fólk í allann sannleik um spænsku vínin og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Skagafjörður áætlar jákvæðan rekstur og miklar framkvæmdir

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 var samþykkt af sveitarstjórn 27. nóvember sl., en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt getu sveitarfélagsins til framkvæmda, viðhalds og niðurgreiðslu skulda. Með fjárhagsáætluninni var einnig samþykkt áætlun um nýfjárfestingar og viðhaldsverkefni á árinu 2025, en nýfjárfestingar hafa aldrei í sögu sveitarfélagsins verið áætlaðar meiri en á komandi ári, eða í heild framkvæmdir upp á tæpan einn og hálfan milljarð.
Meira

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi styrkir nokkur vel valin félög og verkefni í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins

Sunnudaginn sl., þann 15. desember, bauð Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi í opið hús í Höfðaborg. Tilefnið var að klúbburinn var 50 ára og var boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó fyrir gesti og gangandi. Ekki nóg með það þá ákvaðu félagar í klúbbnum að styrka nokkur vel valin félög og verkefni á Hofsósi og í Skagafirði og voru eftirfarandi verkefni valin. 
Meira

Hver hlýtur titilinn Íþróttamaður ársins í Skagafirði?

Þann 19. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá þeir krakkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Bjarni Jónasson knapi ársins hjá Skagfirðingi

Uppskeruhátíð Skagfirðings fór fram sl.sunnudag  þar sem knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir. Útnefndir knapar í hverjum flokki ásamt hluta af þeirra árangri í sumar.  Árið 2024 var gott ár hjá Bjarna Jónassyni en hann var útnefndur KNAPI ÁRSINS hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi 2024
Meira

Kæru íbúar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.
Meira

Skagfirski kammerkórinn með tónleika í Blönduóskirkju

Skagfirski kammerkórinn býður til jólatónleika Blönduóskirkju þriðjudaginn 17.desember einnig klukkan 20:00.
Meira

Textíl gámur Rauða krossins fjarlægður

Vegna breyttra aðstæðna er hætt að taka á móti textíl í fatagáma Rauða krossins í Skagafirði. Fólk er bent á að fara með textíl á flokkunarstöðvar sveitarfélagsins. Koma má með vönduð, hrein og heil föt í búðina við Aðalgötu 10B á opnunartíma sem er á þriðjudögum frá kl. 13-16 og laugardögum frá kl. 13-16. 
Meira

Dalamaðurinn í Hrútafirðinum

Ingimar Sigurðsson býr á Kjörseyri í Hrútafirði vestanverðum. Er fráskilinn, býr einn og er með um 500 fjár. Ingimar er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er löggildur rafverktaki. Vinnur sem rafvirki meðfram búskapnum eins og hann hefur tíma til. Á eina dóttur og tvö fósturbörn sem hjálpa til í sveitinni þegar þau geta.
Meira

Afrískur pottréttur og snickerskaka | Matgæðingur Feykis

Það er Helga Kristín Sigurðardóttir sem fékk áskorun frá dóttur sinni, Kristjönu Pálsdóttur, að taka við matgæðingaþætti Feykis fyrir tölublað 34 í fyrra og auðvitað tók Helga henni. Helga og maðurinn hennar, Páll Jóhannsson, eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík, en móðurfjölskylda Helgu er frá Sólheimum í Sæmundarhlíð.
Meira