Hvað á að gera við flugeldaruslið?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.01.2025
kl. 08.43
Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusli á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Meira