Fréttir

Hvað á að gera við flugeldaruslið?

Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusli á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Meira

Gleðilegt nýtt ár !

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, svo ég vitni í sálminn hans séra Valdimars Briem sem ómar í viðtækjum landsmanna þegar árið líður undir lok. 
Meira

Jólin mín | Heiða Jonna Friðfinnsdóttir

Heiða Jonna Friðfinnsdóttir, gift Ægi Erni Ægissyni, eiga tvö börn, Frosta Frey 6 ára og Ásbjörgu Eddu eins og hálfs árs. Heiða kennir leiklist í FNV og er í Meistaranámi í Háskóla Íslands til þess að næla sér í kennsluréttindi. Heiða er uppalin á Siglufirði en er búsett á Sauðárkróki sem stendur.
Meira

Tilbreyting, samvera og hamingja þau þrjú orð sem lýsa árinu best

Við hjá Feyki höfum undanfarin ár fengið fólk úr fjórðungnum til að gera upp árið sitt með okkur. Nú er það Selma Barðdal sem gerir upp árið með lesendum. Hún er fædd og uppalin hér á Sauðárkróki. Gift Róberti Óttarssyni og eiga þau fjögur börn, tvö sem búa enn heima, eitt sem býr í Danmörku að læra arkitektúr og annað á Akureyri að spila körfubolta. 
Meira

Jólin mín | Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir býr á Krithóli 2 í fyrrum Lýdó og er gift Sigþóri Smára Sigurðssyni. Þau eiga tvær dætur, þær Rebekku Ósk og Snæbjörtu Ýri. Guðrún vinnur hjá stuðnings- og stoðþjónustu Skagafjarðar.
Meira

Byrjaði í orgelnámi síðasta haust

Friðrik Þór Jónsson í Skriðu í Blönduhlíð gerir upp árið með okkur hjá Feykir. Friðrik býr með Sigríði Skarphéðinsdóttur og eiga þau dæturnar Silju Rún og Sunnu Sif.
Meira

Róbert Daníel með stórkostlegar myndir af borgarísjakanum við Blönduós

Eftir leiðindarveðrið sem búið er að herja á okkur hér á Norðurlandi vestra yfir jólahátíðina kom í ljós í gær að eitt stykki borgarísjaki læddist inn Húnafjörðinn og var staðsettur um fjóra kílómetra fyrir utan Blönduós. Vinur okkar hann Róbert Daníel Jónsson var ekki lengi að taka upp myndavélina og festa á filmu nokkrar fallegar myndir og myndband sem var birt á öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær.
Meira

Takið fram hlaupaskóna, Gamlárshlaupið er á morgun!

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar tóku við hlaupakeflinu af Árna Stefánssyni í lok Gamlársdagshlaupsins fyrir ári síðan. Á morgun gamlárdag verður hlaupið sem löngu er komin mikil hefð fyrir á Sauðárkróki, ræst á slaginu 12:30 við Íþróttahúsið á Sauðárkróki nánar tiltekið á bílastæðinu við Árskóla. Happdrættið verður kl. 13:30 svo þá þurfa hlaupagarparnir að vera búnir að skila sér til baka.
Meira

„Þetta er algerlega galið“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Meira

Jólin mín | Eydís Ósk Indriðadóttir

Eydís Ósk Indriðadóttir er bóndi í Gröf á Vatnsnesi og ekki nóg með það þá er hún grunnskólakennari, liðveitandi og björgunarsveitarkona á Hvammstanga. Eydís er í sambandi með Ágústi Þorbjarnarsyni, hún á eina 18 ára dóttur, Júlíu Jöru og 28 ára stjúpson, Eyþór Loga.
Meira