Kormákur Hvöt semur við Dominic og Sigurð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 09.02
Aðdáendasíða Kormáks Hvatar sagði frá því í vikunni að meistaraflokksráðið hafi ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025. Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði lið Tindastóls síðastliðin tvö sumur, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum. Einnig hafa þeir samið við Sigurður Pétur Stefánsson fyrir komandi leiktímabil en hann spilaði með Kormáki Hvöt sl. sumar og var einn af mikilvægustu leikmönnum tímabilsins, spilaði flesta leiki allra leikmanna og steig þar í stóra skó á miðri miðjunni.
Aðdáendasíðan fagnar þessum mikilvægu undirskriftum og vonar að hún sé fyrirboði fleiri slíkra!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.