Þreifingar um sameiningu verkalýðsfélaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 09.07
Stjórnarformenn félaganna þriggja eftir fund þann 4. desember. Hjörtur Geirmundsson, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sigurey A. Ólafsdóttir, Samstaða, og Þórarinn Sverrisson, Aldan.
Þrjú af stærri verkalýðsfélögum á Norðurlandi vestra hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu. Um er að ræða Samstöðu, Ölduna og Verslunarmannafélag Skagafjarðar. Stjórnir félaganna funduðu sameiginlega á Blönduósi 4. desember síðastliðinn og þar var ákveðið að bjóða Iðnsveinafélagi Skagafjarðar að taka þátt í umleitunum.
Tilgangur sameiningar yrði að auka þjónustu við félagsmenn, efla innra og ytra starf, auka frumkvæði og mynda meiri slagkraft ásamt því að búa til stærri og öflugri félagseiningu. Verði af sameiningu þessara félaga, yrði til um 3.000 manna deildaskipt félag, sem næði yfir sambærilegt svæði og Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.