Rótarýklúbbur Sauðárkróks lætur gott af sér leiða

Bryndís Hallsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson og Sigríður Gunnarsdóttir við afhendingu. MYND AÐSEND
Bryndís Hallsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson og Sigríður Gunnarsdóttir við afhendingu. MYND AÐSEND

Rótarýklúbbur Sauðárkróks heldur áfram að láta gott af sér leiða og afhenti nýlega Fjölskylduhjálp Skagafjarðar kr. 1.000.000.-

Það voru þær Bryndís Hallsdóttir sviðsstjóri sveitarfélagsins og Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur sem tóku við gjöfinni frá Ómari Braga Stefánssyni, forseta klúbbsins.

Ómar vildi fyrir hönd Rótarýklúbbs Sauðárkróks óska Skagfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Einnig þakkar klúbburinn öllum þeim er komu á jólahlaðborð klúbbsins 30.nóv. sl. og einnig þeim fjölmörgu sem lögðu sitt að mörkum við undirbúning og framkvæmd jólahlaðborðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir