Fréttir

Rabb-a-babb: Karen Helga

Karen Helga R Steinsdóttir er fædd 1995 gift Jóni Helga Sigurgeirssyni og saman eiga þau þrjá drengi þá Sigurstein Finn sex ára, Þorstein Helga fimm ára og Jóhann Liljar eins árs. Fjölskyldan býr í Víkum á Skaga. Karen er fædd og uppalin á Hrauni á Skaga, dóttir Merete Rabølle og Steins Leós Rögnvaldssonar og bjó þar að mestu þangað til fjölskylda flutti í Víkur 2017. Þar reka þau sauðfjárbú og svo hefur hún unnið á Hjallastefnuleikskólanum Bjarnabóli á Skagaströnd síðan 2020 sem hún segir algjöran draum í dós.
Meira

Karlakórinn Heimir frestar söng um sólarhring

Veðrið skall á með látum eins og varla hefur farið framhjá nokkrum sem í Skagafirði og nærsveitum eru. Karlakórinn Heimir ætlaði að hefja upp raust sína í Miðgarði í kvöld 28. desember klukkan 20:00 og uppselt var á tónleikana en nú er orðið ljóst að fresta þarf tónleikunum vegna veðurs.
Meira

Fótboltaæfingin og beygla með rjómaosti og sultu hápunktur dagsins

Síðast vorum við í Svíþjóð með Birni Inga Óskarssyni og núna fljúgum við yfir hafið alla leiðina til Tennesee í Bandaríkjunum nánar tiltekið til Jefferson City sem er háskólabær rétt við Knoxville. Þar stundar Krista Sól Nielsen fótboltastjarna frá Sauðárkróki nám í félagsráðgjöf með sálfræði sem aukagrein og spilar fótbolta. Krista er dóttir Ernu Nielsen og Gests Sigurjónssonar en Krista flutti út fyrir rúmu ári síðan.
Meira

Græni salurinn í kvöld !

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld föstudaginn 27.desember, þegar tónleikar sem nefnast Græni salurinn byrja á slaginu 20:30. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónleikarnir eru haldnir og er það með þessa tónleika eins annað á þessum árstíma fyrir þeim er komin hefð.
Meira

Jólabarnaball í sal FNV í dag kl. 17:00

Hið árlega Jólabarnaball verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 27. des. kl. 17:00. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð og svo mæta að sjálfsögðu jólasveinarnir með glaðning handa krökkunum ... Hóhó!
Meira

Karlafitt 550 sigraði Jólamót Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en að þessu sinni tóku 10 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum, á tveimur völlum, frá kl. 11-16, en þá hófst úrslitaleikur efstu liða hvors riðils. Það var Karlafitt 550, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins og Una Aldís Sigurðardóttir hlaut þann heiður að fá Samfélagsviðurkenningu Molduxa þetta árið. 
Meira

Jólaspekingar spjalla

Jólin eru hátíð barnanna og því er ekkert vit í öðru en spyrja yngstu spekingana aðeins út í nokkur lykilatriði og svörin að sjálfsögðu hreinskilin.
Meira

"Finnst mjög gaman að skapa fyrir barnabörnin"

Helga Þorbjörg Hjálmarsdóttir fædd og uppalinn á Tunguhálsi ll í Tungusveit býr með Guðmundi Guðmundssyni frá Fossum í Svartárdal á Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Þau byggðu sér hús þar árin 1994-1995 og ólu upp sín fjögur börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu, eiga sjö barnabörn og eitt á leiðinni. Helga starfar sem stuðningsfulltrúi í Varmahlíðarskóla og við heimaþjónustu í Skagafirði.
Meira

Aðsend Jólasaga - „Anna litla og tuskudúkka“ | Rúnar Kristjánsson

Anna litla sat úti í einu horninu á litlu lóðinni kringum húsið og lék sér með tuskudúkkuna sína. Það var sólskin og blíða og hún var þarna ein að dunda sér. Henni fannst svo mikils virði að fá að vera í friði með sín hugðarefni. Það var svo sjaldan hægt að fá frið, því systkinin voru mörg og oft svo hávaðasamt á heimilinu. Eldri bræður hennar þóttust orðnir heilmiklir karlar og litu á hana sem smábarn og stóra systir gat stundum verið svo mikil skessa við hana. Önnu litlu fannst hún oft vera ein í heiminum. Það var eins og enginn skildi hana eða vildi gefa sér tíma til að sinna henni.
Meira

Héldu glöð, ánægð og hrærð út í kvöldhúmið

Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls lagði land undir fót í aðdraganda aðventu í byrjun nóvember og hélt til Þýskalands til að syngja á menningarnótt í Rheinsberg þar í landi. Ferðin var farin ári á eftir áætlun og Feykir hafði samband við Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri og bað hann að segja okkur ferðasöguna.
Meira