Fréttir

Girðing sprettur upp umhverfis kirkjugarðinn á Króknum

Þeir sem hafa átt erindi upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks hafa væntanlega tekið eftir því að þar eru í gangi framkvæmdir við girðinguna umhverfis kirkjugarðinn. Steypta girðingin austan megin garðsins hefur verið felld og fjarlægð og sama gildir um trégirðinguna. Nú er búið að steypa undirstöður fyrir nýja girðingu og framkvæmdir hafnar við að koma þeirri nýju fyrir.
Meira

Fótbolta fegurðarsýning á Króknum

Lið Tindastóls og KH-inga af Hlíðarenda mættust í þriðja sinn í sumar á Króknum í dag. KH vann fyrri leik liðanna í 4. deild en Stólar sendu þá kumpána úr keppni í Fótbolta.net bikarnum nýlega í jöfnum leik. Stígandi hefur verið í leik Stólanna í sumar og í dag voru þeir mun sterkara liðið og spiluðu oft á tíðum hreint glimrandi fótbolta og uppskáru verðskuldaðan 4-1 sigur. Settust þar með á topp 4. deildar en hafa leikið leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Meira

Forvarnaráætlun fyrir leik/grunn og framhaldsskóla á Norðurlandi vestra

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga fékk styrk upp á fjórar milljónir frá Sprotasjóði Rannís í maí 2023 til að vinna að forvarnaráætlun fyrir börn á leik/grunn og framhaldsskólaaldri. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaáætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu. Forvarnir eru til alls fyrst og er áætlunin öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Meira

Frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí

Í tilefni af hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem haldin er þessa dagana verður frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí. Safnið er opið milli kl. 9-17 og er staðsett á Reykjum í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, tæpum kílómeter frá þjóðvegi eitt og leggur safnið áherslu á líf og störf fólks og síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20.
Meira

Andri Már stígur á stokk í Mexíkó

Feykir hefur aðeins fylgst með ævintýrum Andra Más Sigurðssonar / Joe Dubious á mexíkanskri grundu. Andra kannast margir við sem tónlistarmann og hann var eftirminnilega í framlínu hljómsveitarinnar dáðu, Contalgen Funeral, sem margir sakna. Andri flutti til Mexíkó árið 2019 og bjó í þorpinu La Erre í Guajajuato-fylki síðast þegar Feykir tók á honum púlsinn. Í fyrra sögðum við frá því að Andri væri farinn að láta á sér kræla í tónlistinni í Mexíkó og nú spilaði hann á virtri menningarstofnun, El Museo de la Independencia en Dolores Hidalgo – hvorki meira né minna!
Meira

Sigtryggur og Þórir boðaðir til æfinga fyrir undankeppni Eurobasket 2025

Karlalandsliðið Íslands í körfuknattleik verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Tveir leikmenn Tindastóls voru boðaðir til æfinga, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Þorbjarnarson.
Meira

Helvítis illgresið! | Leiðari 28. tölublaðs Feykis

Þegar veður er gott þá langar mig ekkert meira en að fara upp í bústað og beint í drullugallann. Það tekur mig nefnilega ekki nema 15 mínútur að keyra þangað en dagarnir til að sýsla í þessu hafa ekki verið margir í ár og garðurinn því eftir því – allur út í illgresi.
Meira

Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki stendur yfir þessa dagana

Þessa vikuna stendur yfir Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna á Standavelli á Hellu. Keppni lýkur á morgun, laugardag, og á Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Þetta er í 43. skiptið sem mótið er haldið en fyrst var leikið í kvennaflokki árið 1982. Í fyrra sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem á titil að verja en GM hefur allt í allt sigrað fimm sinnum.
Meira