Húnabyggð áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.12.2024
kl. 08.21
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 10. desember. Áætlað er að heildartekjur verði 2.931 milljón króna á næsta ári og rekstrargjöld 2.578 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar 140 milljónir og fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 194 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því áætluð jákvæð um 19 milljónir króna segir á huni.is.
Meira