Fréttir

Húnabyggð áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári

Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 10. desember. Áætlað er að heildartekjur verði 2.931 milljón króna á næsta ári og rekstrargjöld 2.578 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar 140 milljónir og fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 194 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því áætluð jákvæð um 19 milljónir króna segir á huni.is. 
Meira

Húnahornið óskar eftir tilnefningum um fallega skreytt jólahús í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins í Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2024 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 23. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira

Stjórn Búsældar ákvað að selja hlutinn í heild til Kaupfélags Skagfirðinga

Í byrjun júlí gerði Kaupfélag Skagfirðinga tilboð í hlut bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði-Norðlenska sem samanlagt áttu 57% í kjötvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélagið Búsæld. Yfir 400 bændur áttu einnig hlut í félaginu og var þeim einnig boðið að selja til Kaupfélagsins og fengu frest til 3. september til að svara hvort þeir hefðu áhuga eða ekki. Í ljósi afgerandi niðurstöðu hluthafa til sölunnar ákvað stjórn Búsældar að selja hlutinn í heild.
Meira

Björgunarfélagið Blanda vígði nýtt húsnæði á 25 ára afmæli félagsins

Fjölmenni var við vígslu nýs húsnæðis og 25 ára afmælis Björgunarfélagsins Blöndu um helgina en blásið var til hátíðardagskrár á laugardaginn og stóð dagskráin frá kl. 12:00 til 17:00. Liðlega 200 manns litu við og skoðuðu glæsilegt húsnæði félagsins sem staðsett er í nýju húsnæði uppi á svokölluðu Miðholti á Blönduósi, segir á huni.is.
Meira

Fjölmennum í Síkið í boði K-Taks

Kvennalið Tindastóls í körfubolta hefur spilað afar vel það sem af er tímabili, spilað skemmtilegan körfubolta og sýnt það að þær gefast aldrei upp. Í kvöld, þriðjudag, hefst seinni umferðin í Bónus-deild kvenna þegar Aþenukonur koma í heimsókn. Frítt er á völlinn í boði K-Taks og því um að gera að fjölmenna á völlinn, sýna kvennaliðinu þann stuðning sem þær eiga skilið og senda skýr skilaboð um það hversu stolt við erum af þessum frábæru íþróttakonum.
Meira

Meistaraflokkur karla spilar við Keflavík í VÍS bikarnum í kvöld kl. 19:15

Það er leikdagur í dag hjá meistaraflokki karla en þeir mæta eldspræku liði Keflavíkur í Blue-höllinni kl. 19:15. Stólastrákar spiluðu reyndar við þá sl. föstudag og við skulum bara ekkert tala um þann leik því það er lítið frá honum að segja þar sem Keflavík pakkaði þeim saman og var með yfirhöndina allan leikinn. Við skulum vona að þeir fari ekki eins illa með okkur í kvöld því það væri mjög sætt að komast áfram í bikarkeppninni eins og stelpurnar náðu að gera á laugardaginn þegar þær mættu Evu og stelpunum í liði Selfoss í Vallarhúsinu á Selfossi og unnu sannfærandi sigur 60-102. 
Meira

Ljósleiðari fór í sundur við Skagaströnd í morgun

Huni.is segir frá því að mestallt fjarskiptasamband hafi legið niðri á Skagaströnd frá því í morgun eftir að ljósleiðarastrengur fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná. Áætlað var að viðgerð á ljósleiðaranum myndi taka um sex klukkustundir og mátti því búast við að netsamband yrði komið aftur á um klukkan 14 í dag.
Meira

Mistök í myndagátu!

Eins og Páll Friðriksson höfundur myndagátunnar í Jólafeyki orðar það svo skemmtilega á Facebooksíðu sinni, þá varð stórslys í Jólamyndagátu Feykir (Feykis).
Meira

„Nei“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið.
Meira

Allir í stuðningsmannafatnaðinn í kvöld

Já það er leikur í kvöld hjá meistaraflokki karla á móti Keflavík kl. 19.15 í Blue höllinni og því um að gera að klæða sig upp í stuðningsmannafatnaðinn, setja á sig hattinn og rífa sig í gang fyrir framan sjónvarpið eða skella sér á leikinn ef þið eruð stödd á Reykjavíkursvæðinu. Í gær kom reyndar niðurstaða frá Aga og úrskurðarnefnd KKÍ sem hljóðaði þannig að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindstóls, fær eins leiks bann og fær því ekki að stýra liðinu í kvöld en strákarnir láta það nú ekki á sig fá því Friðrik Hrafn stígur upp og klárar málið með þeim. 
Meira