Höfðinglegur styrkur Gæranna á árinu

Fulltrúar Gæranna, Gréta og Árborg, Færa Birgi slökkviliðsmanni, Þorsteini varaslökkviliðsstjóra og Val Frey slökkviliðsstjóra styrkinn. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings vestra.
Fulltrúar Gæranna, Gréta og Árborg, Færa Birgi slökkviliðsmanni, Þorsteini varaslökkviliðsstjóra og Val Frey slökkviliðsstjóra styrkinn. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings vestra.

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum af góðu kunnur. Hann er rekinn af Gærunum, vöskum hópi kvenna sem hafa lagt áherslu á að gefa aftur út í samfélagið til hinna ýmsu framfaramála þann ágóða sem er af rekstri markaðarins. Slagorð þeirra er „Eins rusl er annars gull“. Eru það orð að sönnu því á árinu sem er að líða gáfu þær líkt og fyrri ár gjafir til stofnana sveitarfélagsins af miklum rausnarskap, segir á heimasíðu Húnaþings vestra. 

Færðu þær slökkviliðinu styrk til búnaðarkaupa sem nýttur var til endurnýjunar á hlífðarfatnaði til nota á vettvangi. Einnig nutu Tónlistarskóli Húnaþings vestra, Leikskólinn Ásgarður og Grunnskóli Húnaþings góðs af gjafmildi gæranna við kaup á bókum, kennslubúnaði og leikföngum. Að síðustu keyptu Gærurnar kaldan pott sem settur verður upp við sundlaugina.

Sveitarfélagið færir Gærunum hjartans þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag til eflingar samfélagsins í gegnum árin og þeirra óeigingjörnu störf. Framlag þeirra er ómetanlegur stuðningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir