Fréttir

Eldur í Húnaþingi er eins og sæt og góð hjónabandssæla

„Ég mun að öllum líkindum reyna að sækja sem flesta viðburði, ýmist með barnabörnum og eða með fjölskyldu og vinum, enda úr mörgum frábærum viðburðum að velja,“ segir Eydís Bára Jóhannsdóttir þegar Feykir platar hana til að svara hvað hún ætli að gera á Eldi í Húnaþingi.
Meira

Diskódísir eru í forsvari fyrir Eld í Húnaþingi 2024 sem hefst í dag

Íbúar í Húnaþingi vestra taka við kætikeflinu af vinum sínum í austrinu sem hafa nýlokið við að skemmta sér og sínum á Húnavöku. Nú er það Eldur í Húnaþingi sem tekur yfir, fær örugglega sólina lánaða, en dagskráin í Húnaþingi vestra hefst í dag, þriðjudaginn 23. júlí, og stendur fram til sunnudagsins 28. júlí. Það er búið að tilkeyra þessa hátíð og rúmlega það en 21 ár er síðan sú fyrsta fór fram 2003 og hefur verið haldin árlega síðan. Að þessu sinni eru það Diskódísirnar, vinkvennahópur í Húnaþingi, sem hafði veg og vanda af því að setja saman dagskrá DiskóElds í Húnaþingi.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira

Skriða féll yfir Reykjastrandarveg í gær

Það rigndi heilan helling í gær og þá ekki hvað síst á Tröllaskaganum. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir gærdaginn og varaði við flóða og skriðuhættu í kjölfar rigninganna. Fjölmiðlar greindu frá því að skriða hefði fallið á Reykjastrandarveg og þá fékk Feykir upplýsingar um að skriða hafi fallið ofan við Ingveldarstaði í Hjaltadalnum en þar rigndi mikið.
Meira

„Ég dansaði og söng fyrir hlé, svaf svo seinni partinn“ | GUÐRÚN HELGA

Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.
Meira

Geggjuð Húnavaka!

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.
Meira

Umhverfisverðlaun 2024 veitt á Húnavöku

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Það var Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, sem afhenti verðlaunin.
Meira

Grillaður dagur í Stóragerði

Það var margt um manninn sl. laugardag á Samgöngusafninu í Stóragerði Skagafirði sem bauð öllum gestum dagsins frítt inn á safnið í tilefni af því að þann 26. júní náði safnið þeim merka áfanga að verða 20 ára. Það var því öllu tjaldað til og margt annað sem var í boði fyrir gesti því þeir sem mættu gátu einnig fengið sér pylsu, drykki, köku og ís.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Omoul Sarr til liðs við kvennalið Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina reynslumiklu Omoul Sarr um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili í Bónusdeildinni segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kkd. Tindastóls.
Meira