Fréttir

Heklar töskur úr plastpokum

Á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki býr Rakel Ágústsdóttir sem heklar töskur úr plastpokum. Blaðamaður hitti Rakel á herberginu hennar á deild 5 og spjallaði við hana um þessar ótrúlegu töskur sem hún er að búa til. Rakel er svo sannarlega ekki nýbyrjuð að hekla úr plasti en hún heklaði mottur og töskur fyrst þegar mjólkin var í plastpokum.
Meira

Þorláksmessa

Í dag er Þorláksmessa og margir sem hafa það fyrir sið að skreyta jólatréð og gera síðustu jólagjafainnkaup sín á þessum degi og leggja lokahönd á undirbúning jólanna. En vitum við af hverju þessi dagur heitir Þorláksmessa? Kaþólskur siður var afnuminn á Íslandi árið 1550 en þó er enn að vissu leyti haldið upp á messu íslenska dýrlingsins Þorláks helga á messudegi hans þann 23. desember ár hvert, en þetta vissu nú allir....
Meira

Heiðdís Pála Áskelsdóttir vann söngkeppni Friðar 2023

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldin í Miðgarði Varmahlíð föstudagskvöldið 15. desember sl. og var hin glæsilegasta. Alls voru ellefu söngatriði og eiga allir þátttakendur risa hrós skilið fyrir framlag sitt því mikið hugrekki þarf til að standa uppi á sviði fyrir framan jafnaldra sína og syngja.
Meira

Jólapeysan hennar Ingu Heiðu bar sigur úr býtum

Feykir sagði frá því fyrir nokkrum dögum síðan að Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni hafi tekið þátt í leik sem Pósturinn setti á laggirnar en það var leitin að svakalegustu jólapeysunni.
Meira

Nú fer sól að hækka á ný

Þar sem vetrarsólstöður voru í gær á norðurhveli jarðar þá tekur sól að hækka á lofti á ný sem er gott að heyra því óvenju dimmt hefur verið sl. vikur því lítið hefur verið af hvíta gullinu þennan veturinn fyrir utan nokkra daga.
Meira

Gul veðurviðvörun tekur gildi aðfaranótt aðfangadags á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofunnar segir að gul veðurviðvörun taki gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum þann 24. des. kl. 00:00 og standi yfir til kl. 22:00 sama dag. Þá verður hvöss norðanátt og snjókoma eða norðan 15-23 m/s og snjókoma vestantil á svæðinu og útlit fyrir léleg akstursskilyrði og jafnvel ófærð. Gera má ráð fyrir veðraskilum innan svæðisins og líkur eru á að austantil á svæðinu verði lengst af minni vindur og úrkoma.
Meira

2 dagar til jóla

Obbosí... aðeins tveir dagar til jóla:)
Meira

Vegagerðin býður upp á SMS þjónustu ef það er snjóflóðahætta á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla

Þeir sem ferðast mikið á milli landshluta hér á Norðurlandi yfir vetrartímann er bent á að Vegagerðin býður öllum sem óska eftir því að fá tilkynningar í gegnum SMS um hættustig vegna snjóflóða á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla að hafa samband í síma 1777 eða með tölvupósti á netfangið umferd@vegagerdin.is. Það er því um að gera að nýta sér þessa þjónustu því það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að koma sér vel þegar og ef hætta stafar á á þessu svæði.  
Meira

Kaffibrennslan í Skagafirði fékk hæsta styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Í byrjun desember tilkynnti Íslandsbanki hvaða frumkvöðlum var úthlutað úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka þetta árið og voru alls 14 verkefni valin. Þau fengu á bilinu eina til fimm milljónir og var heildarupphæð styrkjanna sem afhentir voru 50 milljónir króna. 
Meira

Hvað á fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða að heita?

Í tilefni þess að fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða er fullbúið efnir Sveitarfélagið Skagaströnd til nafnasamkeppni meðal áhugasamra. Hægt verður að skila inn tillögum til 3. janúar nk. og mun sveitarstjórn taka ákvörðun um nafngiftina sem verður birt við formlega opnun hússins næsta vor og er æskilegt er að nafnið hafi tengingu við hönnun, staðsetningu eða tilgang hússins. 
Meira