Fréttir

Benedikt Guðmundsson tekur við Stólunum og hlakkar til

Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Rúnars Guðmundssonar í starf þjálfara meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Tekur hann við keflinu af þeim Svavari Atla Birgissyni og Helga Frey Margeirssyni, sem tóku tímabundið við þjálfun liðsins þegar Pavel Ermolinskij forfallaðist vegna veikinda í mars sl..
Meira

Að lokinni leikskólagöngu: Takk! | Lára Halla Sigurðardóttir skrifar

Í mínum huga er það afrek að ljúka leikskóla. Það er meira en að segja það að mæta á hverjum degi og dvelja í rými með hópi annarra barna á þínum aldri og sýna þeim vinsemd og virðingu þó að sumir séu alltaf með leiðindi og hávaða.
Meira

Völlurinn á Króknum ekki alveg til

„Nei, völlurinn næst ekki fyrir leikinn á morgun. Við náðum samkomulagi við andstæðinginn og KSÍ, þannig að við spilum útileik á morgun og verðum því með tvöfaldann leikdag hér 9. ágúst þegar bæði mfl kvk og mfl kvk leika heimaleiki föstudaginn fyrir Króksmót,“ sagði Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann í morgun hvort völlurinn væri klár fyrir leik karlaliðs Tindastóls..
Meira

Stærsta áskrorunin hefur verið að treysta örlögunum | Jón Gnarr

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Jón Gnarr gaf Feyki.
Meira

Sjómannadagur, Nytjamarkaður og Gullin okkar á Hvammstanga

Það er eitt og annað í gangi á Hvammstanga um helgina. Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 2. júní, þann 1. júní opnar Nytjamarkaðurinn í fyrsta sinn þetta sumarið sýningin Gullin okkar verður í húsakynnum Verzlunar Sigurðar Pálmasonar.
Meira

Ætlaði að verða læknir | Helga Þóris

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Helga Þórisdóttir gaf Feyki.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Í fréttatilkynningu sem barst frá Bændasamtökum Íslands segir að nýkjörin stjórn Bændasamtaka Íslands hefur gengið frá ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjóra samtakanna frá og með 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við keflinu af Örvari Þór Ólafssyni, sem tók við því hlutverki tímabundið í byrjun apríl sl. samhliða störfum sínum sem fjármálastjóri samtakanna. Hagvangur annaðist ráðningarferlið og sóttu 28 manns um stöðuna.
Meira

Fuglaskoðunarhúsið Kristall á Spákonufellshöfða formlega opnað í gær

Í gær var formleg opnun á fuglaskoðunarhúsinu á Spákonufellshöfða en það var fyrsti dagskrárliður sjómannadagshelgarinnar, Hetjur hafsins, á Skagaströnd. Í vetur var auglýst eftir nöfnum á húsið og var það nafnið Kristall sem hitti í mark. Framkvæmdir á Spákonufellshöfða hófust síðastliðið haust og nokkuð síðan húsið var tilbúið til notkunar.
Meira

Styttist í FabLabið á Hvammstanga

Undirbúningur að FabLab aðstöðu á Hvammstanga er nú hafinn en FabLab verður opin aðstaða í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem boðið verður upp á aðstoð við listræna og tæknilega afþreyingu fyrir alla einstaklinga. Í frétt á vef Húnaþings vestra kemur fram að til dæmis verði boðið upp á þrívíddarprentara, leiserskera, vínylskera og ýmis önnur tæki sem styðja við sköpunar- og framkvæmdagleði fólks.
Meira

Var athafnasöm frá unga aldri | Halla Tómasdóttir

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Helga Þórisdóttir gaf Feyki.
Meira