Fréttir

Rabb-a-babb 222: Friðrik Halldór

Nú er það Austur-Húnvetningurinn Friðrik Halldór Brynjólfsson sem svarar Rabbinu en hann býr á Blönduósi ásamt eiginkonunni, Nínu Hrefnu Lárusdóttur og eiga þau tvö börn, Aron Frey 5 ára og Maríu Birtu 2 ára. Friðrik er fæddur sumarið 1988 en þá voru New Sensation með INXS og Dirty Diana með Michael Jackson að gera það gott á vinsældalista Billboard en Rick Astley var á niðurleið með Together Forever.
Meira

Eru ekki allir klárir í Gamlárshlaupið?

Í tilefni af sjötugsafmæli Árna Stefánssonar verður Gamlárshlaup skokkhópsins haldið á nýjan leik á Sauðárkróki þann 31. desember. Hlaupið hefst kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr við íþróttahúsið á Króknum en þaðan verður einmitt hlaupið. Ekkert þátttökugjald verður en þeir sem munu spretta úr spori eiga engu að síður möguleika á sleppa að veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Það styttist óðum í að árið 2023 renni sitt skeið á enda. Að venju verður árið kvatt og nýju ári fagnað á Nirðurlandi vestra með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Þeir ferskustu munu vafalaust spretta úr spori í Gamlárshlaupi eða einhverju viðlíka fyrr um daginn áður en hafist verður handa við eldamennskuna. Feykir stiklar á stóru í dagskrá gamlársdags á svæðinu okkar.
Meira

Setti persónulegt fundamet á einum degi

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.
Meira

Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Af jólaböllum í Fljótum

Það er tími jólaballanna þessa dagana en það má fullyrða að heldur hafi þeim nú fækkað frá því sem áður var. Í skemmtilegri færslu á Facebook-síðunni Sveitin okkar – Fljótin segir Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum frá því að í fyrsta sinn sem hann hitti tengdaforeldra sína þá hafi það verið á jólaballi í Ketilási. „... og þá á ég ekki við fjölskyldujólaball, heldur eitthvað sem minnti á þorrablót með fullmannaðri hljómsveit, hinnum rómuðu Gautum frá Siglufirði.“
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira

Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.
Meira

Það kennir margra grasa í Græna salnum í kvöld

Sumum finnst ekki vera jól á Sauðárkróki nema Jólamót Molduxa fari fram. Það má kannski segja að önnur hefð sé að skapast en það er tónleikahald í gömlu góðu Bifröst, milli jóla og nýárs, sem kallast Græni salurinn en þá stígur á stokk hópur sprækra tónlistarmanna úr héraði, bæði landsþekktir og minna þekktir, og skemmta sér og gestum með alls konar konfekti. Feykir tók aðeins stöðuna hjá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni tónleikahaldara.
Meira