Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðum rekstri í Húnabyggð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
16.12.2023
kl. 14.33
Sveitarstjórn Húnabyggðar áætlar að rekstur sveitarfélagsins árið 2024 verði jákvæður um 33 milljónir króna. Seinni umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár fór fram á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað sé að heildartekjur verði 2.713 milljónir króna, rekstrargjöld 2.299 milljónir og afskriftir 146 milljónir. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um tæpar 413 milljónir króna fyrir fjármagnsliði en að teknu tilliti til þeirra verður afkoman um 33 milljónir eins og fyrr segir.
Meira