Fréttir

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðum rekstri í Húnabyggð

Sveitarstjórn Húnabyggðar áætlar að rekstur sveitarfélagsins árið 2024 verði jákvæður um 33 milljónir króna. Seinni umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár fór fram á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað sé að heildartekjur verði 2.713 milljónir króna, rekstrargjöld 2.299 milljónir og afskriftir 146 milljónir. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um tæpar 413 milljónir króna fyrir fjármagnsliði en að teknu tilliti til þeirra verður afkoman um 33 milljónir eins og fyrr segir.
Meira

Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

9 dagar til jóla

9 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi ljóti jólapeysudagurinn.... eiga ekki allir eina slíka inni í skáp? Þá er um að gera að fara í hana í dag:) Svo er líka alþjóðlegi settu á þig perlur dagurinn í dag:) svakalega flott með ljótu jólapeysunni... hehe
Meira

20 ára afmæli Ámundakinnar

Nú á mánudaginn verða liðin 20 ár frá því að Ámundakinn ehf. var sett á laggirnar. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til veislu í þjónustukjarnanum á Blönduósi á milli kl. 15 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og tertubita líkt og Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, komst að orði í samtali við Feyki.
Meira

Þriggja stiga stuðpartý Stólanna í Hveragerði

Sigurlausir Hamarsmenn fengu meistara Tindastóls í heimsókn í Hveragerði í síðustu umferð fyrri umferðar Subway-deildarinnar í kvöld. Það er allt í einum haug á toppi deildarinnar og að mati Pavels þjálfara var mikilvægt að ná í sigur í Kjörísbæinn svo lið hans þyrfti ekki að stunda eltingarleik eftir áramót. Bæði lið komu nokkuð löskuð til leiks en um leið og Stólarnir náðu undirtökunum var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur 81-106.
Meira

Jólin heima héldu áfram að toppa sig

Jólatónleikarnir Jólin heima er hugmynd sem varð til í COVD heimsfaraldrinum og hefur svo stækkað með hverju árinu síðan upphafið var fyrir fjórum árum síðan. Það má segja að COVID hafi ekki verið slæmt af öllu leyti því margar góðar hugmyndir urðu til og fólk fór að hugsa út fyrir boxið.
Meira

Stólarnir fá KR í heimsókn í VÍS bikarnum

Spilað var í VÍS bikarnum um liðna helgi. Stólastúlkur duttu úr leik gegn sterku liði Njarðvíkinga en strákarnir lögðu Breiðablik í Smáranum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Í hádeginu í gær var einmitt dregið í átta liða úrslitin og fékk lið Tindastóls heimaleik gegn liði KR sem nú spilar í 1. deildinni.
Meira

10 dagar til jóla

Úfffff hvað það er dökkt yfir eitthvað núna og leiðinlegt veður.... Eru ekki allir búnir að ganga frá trampólínunum:) hehehe Þetta er allavega svona dagur sem að býður upp á að vera bara heima eftir vinnu undir teppi í ullarsokkum og þykkri peysu með heitt súkkulaði og piparkökur:)
Meira

Tónleikar Jólahúna að bresta á

Sunnudaginn 17. desember verða tónleikar Jólahúna í Félagsheimilinu á Blönduósi og annar hópu Jólahúna heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. desember. Einkunnarorð tónleikanna voru og eru kærleikur og samstaða.
Meira