Faxi er kominn heim

MYND Sigfús Ingi Sigfússon.
MYND Sigfús Ingi Sigfússon.

Að morgni dags 21. júlí 2023 sagði Feykir frá því að Faxi hafi tekið á flug á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður var Reykjavík þar sem hann var gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Þegar þeirri sýningu lauk hélt hann til Þýskalands þar sem færa átti kappann í brons áður en hann kæmi aftur heim á Sauðárkrók. 

Allt var þetta gert í tilefni af því að höfundur hans, Ragnar Kjartansson, hefði orðið 100 ára. Sýningin á Korpúlfsstöðum var til heiðurs honum. Sveitarfélagið kostaði það að koma honum í brons svo Faxi geti staðið viðhaldsminni um ókomin ár á Sauðárkróki.

Rétt í þessu var Faxi að mæta aftur heim á Krókinn eftir að hafa verið tæp tvö ár á ferðalagi og verður spennandi að sjá hvernig ferðalagið hefur farið með hann. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir