Fréttir

Anna Karen, Daníel, Ísak Óli, Murr og Arnar tilnefnd hjá UMSS

Þann 27. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu eru allir þeir sem eru tilnefndir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veittar viðurkenningar en einnig fá fær ungt afreksfólk sem hefur verið tilnefnt til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Það má reikna með hvítum jólum

Aðdáendur hvítra jóla virðast ætla að fá sína ósk uppfyllta þessi jólin því Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti, funa og dassi af éljum fram yfir jólahelgina. Eftir hreint ansi snjóléttan vetur þá hristi veturkonungur nokkur snjókorn fram úr erminni í gærkvöldi og er enn að. Reikna má með snjókomu híst og her á Norðurlandi vestra í dag en öll él styttir upp um síðir og það dregur úr þeim með kvöldinu.
Meira

Vel sótt fræðsla fyrir eldri borgara

Lögreglan á Norðurlandi vestra fór nú fyrr í desember fyrir fræðslu til handa eldri borgurum í umdæminu þar sem fjallað var um netsvik og annað ólöglegt athæfi á netinu. Fræðslan var unnin í samstarfi við félög eldri borgara í umdæminu og Arion banka.
Meira

Fjáröflun - Bílaþrif

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Tindastóls ætlar að bjóða upp á bílaþrif fimmtudaginn 28. desember. Bíllinn verður tjöru- og sápuþveginn, léttbónaður og svo verða motturnar skrúbbaðar. Þetta er gjöf en ekki gjald því verð fyrir smábíl er aðeins 10.000 kr. Verð fyrir fólksbíl og jeppling er 12.500 kr. og stærri jeppar á 15.000 kr. Pantanir eru í síma 821-0091 eða þá að ýta hér. Einnig verður hægt að kaupa gjafabréf í bílaþrifin þann 28.des. sem fólk getur gefið þeim sem eiga allt og vantar ekkert... geggjuð hugmynd:) Nú er bara um að gera að panta sér þrif... allavega ætla ég að gera það:)
Meira

BÓK-HALDIÐ | „Stundum þarf maður bara góða sögu og eitthvað til að gleyma sér yfir“

Að þessu sinni tókst Feyki að plata Hildi Knútsdóttur til að fara yfir Bók-haldið sitt með lesendum. Hún býr í Reykjavík en er ættuð að norðan í bæði móður- og föðurætt, fædd 1984, er gift, með tvö börn og hundinn Ugga.
Meira

4 dagar til jóla

Stressið er að fara svo mikið með mig að ég gleymdi að telja niður í gær... en í dag eru bara 4 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi spiladagurinn. Það er því tilvalið að halda upp á daginn með því að spila á spil, matador, scrabble eða bara yatzy. Allavega þá mæli ég með að hafa gæðafjölskyldustund í kvöld:) 
Meira

Kammerkór Skagafjarðar með tónleika í Hóladómkirkju í kvöld

Kammerkórinn hefur um þessar mundir verið að æfa fyrir árlegu jólatónleikana sína. Þeir fyrri voru haldnir 13.desember síðastliðinn í Blönduóskirkju. Nú er svo komið að því að halda tónleika í Skagafirði í kvöld 20.desember í Hóladómkirkju kl: 20:00. Ásamt kórnum verða góðir gestir, Helga Rós Indriðadóttir söngkona og fráfarandi stjórnandi kórsins, Petrea Óskarsdóttir flautuleikar og Rögnvaldur Valbergsson organisti. Á dagskránni verða bæði íslensk lög og erlend, gömul og ný verk. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Sterk og snörp : Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Það getur verið vandasamt á krefjandi tímum, óvissa bæði hér á landi sem og í alþjóðlegu samhengi. Að mörgu þarf að huga, bregðast við ríkjandi þörfum en ekki síður að gera ráð fyrir hinu óvænt. Það ríkir nokkur spenna í hagkerfinu og hefur það verið í nokkurri sveiflu sem birtist í vaxandi verðbólgu.
Meira

Gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í fjárhagsáætlun Skagafjarðar

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 13. desember síðastliðinn. Rekstrarafgangur A hluta sveitarfélagsins fyrir árið 2024 er áætlaður 245 milljónir.
Meira

Prentun á Feyki og Sjónhorni færist suður yfir heiðar

Nú eftir áramót verða breytingar á prentun Feykis og Sjónhornsins. Nýprent mun eftir sem áður gefa blöðin út en prentun færist úr heimabyggð. Eftir því sem Feykir best veit er því ekki lengur eiginleg prentsmiðja á Norðurlandi.
Meira