Fréttir

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Átta tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

„Hér hljómar kirkjutónlist og þungarokk í bland“ / SÓLEY SIF

Að þessu sinni er það Skagstrendingurinn Sóley Sif Jónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er fædd árið 2007, dóttir Jóns Ólafs Sigurjónssonar, slökkviliðsstjóra á Skaga-strönd, og Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og tónlistarskólastjóra, en þau hjónin eru fólkið á bakvið Útfararþjónustuna Hugsjón á Skagaströnd. Sóley Sif spilar mest á píanó en hún syngur einnig og svo spilar hún á trommur.
Meira

Húnahópurinn sendir kveðjur

Húnahópurinn hélt sína árlegu jólagleði í Sundlaug Sauðárkróks í gærmorgun og allir kátir og hressir í pottinum að henni lokinni. Hópurinn vildi fá að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem getur ekki beðið eftir að framkvæmdum við laugina ljúki svo hægt sé að fara í rennibrautina að loknum góðum sundsprett. Þá hvetur hópurinn alla til að fara í sund á nýja árinu því sund er mikil heilsubót, en það vita auðvitað allir.
Meira

Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.
Meira

Helgihald í Skagafjarðarprestakalli um jól og áramót

Allt er breytingum háð, helgihald í Skagafirði um þessi jól og áramót er með eilítið breyttu sniði þetta árið. Messum hefur fækkað talsvert enda gefur auga leið að ekki er hægt að halda óbreyttum hætti með færra fólk í brúnni. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og kirkjan á sérstakan stað í hjörtum margra sérstaklega á jólunum. Jólasálmarnir eru hver öðrum fallegri og hátíðarsvörin sungin sem gefur stundinni einstakt og hátíðlegt yfirbragð. Kyrrðin í kirkjunni á jólunum er eitthvað alveg sérstök.
Meira

Lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna kulda og mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana hefur verið lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi. Áfram verður heitt vatn í pottunum og þeir opnir, en laugin sjálf verður köld.
Meira

Fullt út úr dyrum á Jólahúnum

Fullt var út úr dyrum á tónleikum Jólahúna á Blönduósi síðasta sunnudag. Tónleikarnir eru hugarfóstur Skúla heitins Einarssonar frá Tannstaðabakka en hann lést eftir baráttu við krabbamein 2021. Kærleikur og samstaða eru einkunnarorð þessara tónleika og hægt er að fullyrða að það er það sem þeir standa fyrir.
Meira

Jólaljós í Varmahlíð

Sumum finnst ekki vera jól nema jörð sé hvít og sindrandi jólaljósin lýsi upp umhverfið og slái hlýjum ævintýraljóma inn í svartamyrkur dimmasta skammdegisins. Það voru því ýmsir sem glöddust í gærkvöldi þegar það byrjaði að snjóa.
Meira

Snjópöntunin fyrir október loks að skila sér

Það hefur kyngt niður snjó hér Norðanlands síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Það þýðir að skíðavinir kætast og draumurinn um dúnmjúkt hvíta gullið á skíðasvæðinu í Tindastóli fer að kitla. Það var því ekki annað að gera en heyra í þeim köppum á skíðasvæðiinu og spyrja hvort opnun væri í pípunum eða hvort snjórinn væri hreinlega orðinn of mikill.
Meira

Hátíðlegir og vel heppnaðir tónleikar á Hólum

Skagfirski kammerkórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Hóladómkirkju í gærkvöldi en kórinn hafði nokkrum dögum áður sungið sig inn í hjörtu gesta í Blönduóskirkju. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson tónleikana hafa verið framúrskarandi hátíðlega og vel heppnaða.
Meira