Sjómannadagur, Nytjamarkaður og Gullin okkar á Hvammstanga
Það er eitt og annað í gangi á Hvammstanga um helgina. Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 2. júní, þann 1. júní opnar Nytjamarkaðurinn í fyrsta sinn þetta sumarið sýningin Gullin okkar verður í húsakynnum Verzlunar Sigurðar Pálmasonar.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sunnudaginn 2. júní. Sjómannadagsmessa fer fram á Bangsatúni klukkan 13. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar og kirkjukór Hvammstangakirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur. Blómsveigur verður lagður að minnismerki um drukknaða sjómenn í lok messu. Sjómannadagskaffi verður svo í VSP húsinu klukkan 14-17. Þar verður í boði veislukaffi, hlaðborð með fjölbreyttu meðlæti á 2.000 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi verður á staðnum.
Laugardaginn 1. júní verður fyrsta opnun sumarsins á Nytjamarkaðnum og verður opið frá klukkan 11-16. Einnigverður opið á sjómannadaginn, sunnudaginn 2 júní, frá klukkan 11-16.
Þá verður kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga en þar verður hægt að næla sér í kaffi og vöfflur með rjóma á krónur 1.500 til styrktar leigu á VSP húsinu. Gjaldfrítt fyrir 12 ára og yngri en enginn posi á staðnum. Sýningin GULLIN OKKAR á minjagripum úr fórum fólks, unnum af forfeðrum okkar í Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra, verður á sama stað. Öllum er velkomið að koma og skoða sýnishorn af arfleifð forfeðranna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.