Fréttir

Útlit fyrir eitt versta veður sem sést hefur á þessum árstíma

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra segir að vonskuveðrið sem spáð var í gær verði væntanlega enn verra en spáð var. Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína úr gulri í appelsínugula frá mánudagskvöldinu 3. júní og fram á aðfaranótt miðvikudags en þá tekur við gul veðurviðvörun fram á aðfaranótt föstudags.
Meira

Stólarnir gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið

Tindastólsmenn gerðu góða ferð suður á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í gær þar sem lið Kríu beið eftir þeim. Eftir tap gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í síðustu umferð þurftu Stólarnir að snúa blaðinu við og skunda heim í Skagafjörð með þrjú stig í farteskinu. Það hafðist með góðum 1-2 sigri.
Meira

Húnaskólanemar vilja Skólahreystis-völl á skólalóðina

Húnahornið segir frá því að nemendur í Húnaskóla á Blönduósi vilja fá Skólahreystis-völl á skólalóðina og hafa sent íþrótta-, tómustunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar erindi þess efnis. Vilja þeir að skólinn verði meira heilsueflandi skóli í heilsueflandi samfélagi og að markmið sé að nemendur hreyfi sig meira.
Meira

Halla Tómasdóttir stefnir hraðbyri á Bessastaði

Það er næsta víst að Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands en nú þegar talin hafa verið 86.551 atkvæði, eða um helmingur greiddra atkvæða, hefur hún umtalsvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur. Halla er með 32,4% atkvæða en Katrin 26,3% en sú síðarnefnda hefur þegar óskað Höllu til hamingju með sigurinn í kjörinu.
Meira

Standandi veisluhöld á Hvammstanga

Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Meira

Austlendingar höfðu betur gegn Húnvetningum

Það var leikið í 2. deildinni í dag en þá héldu Húnvetningar austur í Fellabæ þar sem lið Hattar/Hugins beið þeirra. Austlendingar voru sæti ofar en lið Kormáks&Hvatar fyrir leik og því hefði verið gott að krækja í sigur en það gekk ekki eftir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Aðdáendasíðunnar var því hér annar leikurinn í röð sem lið Húnvetninga uppskera ekki svo sem þeir sá og lokatölur 3-1.
Meira

Leiklistarsmiðja með Sigurði Líndal

Leikfélag Blönduóss stendur fyrir leiklistarsmiðju 6. júní nk. í Félagsheimilinu á Blönduósi. Leiðbeinandi er Sigurður Líndal Þórisson. Á þessu námskeiði verður Laban-tæknin kynnt. Þetta er tækni sem ungverski dansarinn Rudolf Laban fann upp, og var fyrst notuð við dansiökun, en síðan yfirfærð á leiklist líka. Tæknin er verkfæri til að flokka og skilgreina hreyfingar og nota þær sem leið til persónutúlkunar og góðrar textameðferðar. Skemmtileg og óvanleg nálgun!
Meira

SjávarSæla í fullum gangi á Sauðárkróki

Hátíðarhöld í tilefni af sjómannadegi hófust k. 10 í morgun á Sauðárkróki en þá var startað með dorgveiðikeppni og veitt verðlaun fyrir lengsta fiskinn. Nú í hádeginu fór fjöldi fólks skemmtisiglinga út á Skagafjörð með Málmey og þegar komið var til hafnar á ný nú rétt fyrir eitt, þá hófst fjölskylduhátíð á bryggjunni.
Meira

Góðir gestir heimsóttu Háskólann á Hólum

Í vikunni fékk Háskólinn á Hólum gesti frá háskólanum í Nýja Englandi (USA). Um var að ræða fjórtán nemendur og tvo kennara frá BSc í sjávar- og umhverfisvísindum sem heimsækja nú Ísland í tvær vikur til að kynna sér náttúrusögu Íslands. Þau hafa heimsótt Hóla á hverju ári síðustu fjögur árin.
Meira

Vinna við að klæða Blönduósflugvöll hefst í sumar

Húnahornið segir frá því að áætlað er að framkvæmdir við flugvöllinn á Blönduósi hefjist í sumar. „Að sögn Matthíasar Imsland, stjórnarformanns innanlandsflugvalla ISAVIA, er gert ráð fyrir að klæðning verði lögð á flugbrautina og er nú verið að leita verða í klæðninguna,“ segir í frétt Húnahornsins.
Meira