Fréttir

Umhverfisdagar í Skagafirði | Sigurjón Þórðarson skrifar

Heilbrigðiseftirlitið fagnar komandi umhverfisdögum Skagafjarðar 7. – 14. júní nk. og vill um leið þakka vel fyrir umhverfisdag FISK sem haldinn var í maí. Hvatt er til þátttöku í dögunum með því að fara nú um umhverfi og hreinsa það sem ekki verður nýtt og verður aldrei til gagns. Það sem á að geyma er rétt að koma í hvarf og raða upp með skipulegum hætti, til þess að koma í veg fyrir sjónmengun.
Meira

„Ég nýt þess að skapa og syngja og gleðja fólk“

Söngvaskáldið Svavar Knútur er stokkinn af stað í tónleikaferð um landið sem hann kallar Litrík og hlýleg. Ferðina hóf hann í heimabæ sínum, Akureyri, í lok maí en í kvöld, miðvikudaginn 5. júní, spilar hann í Gránu á Sauðárkróki en hann bjó um árabil á Skálá í Skagafirði. Svavar Knútur er á stöðugum þeytingi um heiminn, oftar en ekki einn með gítarinn. Feykir átti línulegt samtal við listamanninn...
Meira

Bændur áhyggjufullir í óveðrinu

Veðrið er hreinlega hið leiðinlegasta í dag og svo verður áfram á morgun og væntanlega fimmtudag líka. Á samfélagsmiðlum má sjá margar myndir sem sýna ástandið. Heldur hefur færð skánað í Skagafirði nú eftir hádegið, fleiri vegir greiðfærir en víða hálkublettir eða krap. Öxnadalsheiði er nú greiðfær en krap er á Holtavörðuheiði og norðan 19 m/sek.
Meira

Sigurjón segir Vegagerðina vanmeta tjón af grjótkasti á Þverárfjalli

Talsvert bar á kvörtunum vegna rúðubrota í kjölfar grjótkasts í vetur eftir að nýr vegur milli Blönduóss og Skagastrandar var tekinn í gagnið í október. Í vor sendi Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, fyrirspurn til innviðaráðherra um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts „frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.“
Meira

Hin (svolítið) skagfirska Halla Tómasdóttir kjörin forseti

Feykir greindi frá því aðfaranótt sunnudags að allt benti til þess að Halla Tómasdóttir stefndi hraðbyri á Bessastaði og myndi sigra forsetakosningarnar líkt og fyrstu tölur úr öllum kjördæmum bentu til. Svo fór að sjálfsögðu eins og ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni.
Meira

Appelsínugul viðvörun og hríðarveður

Veðrið spælir margan manninn þessa dagana og jafnvel svo að heyrst hefur rætt um það á kaffistofum norðan heiða að nær væri að mótmæla veðrinu fyrir utan Veðurstofuna en ástandinu í Palestínu fyrir utan Alþingi. Nú erum við stödd í miðri appelsínugulti viðvörun og Veðurstofan varar við hríðarveðri sem eru svo sem engar fréttir fyrir starfsfólk Feykis þar sem hríðin ber á glugga og útsýnið ekki upp á marga fiska.
Meira

Hollvinasamtök HVE komu færandi hendi

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga, afhenti í gær sjúkraflutningamönnum á Hvammstanga æfingahendi til að æfa uppsetningu æðaleggja. Slíkar aðgerðir eru mikilvægur partur af starfi sjúkraflutningamanna og nauðsynlegt að æfa til að aðgerðir gangi sem best, bæði fyrir sjúkling og sjúkraflutningamann.
Meira

Fundað vegna mögulegrar sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar

Í gærkvöldi fór fram íbúafundur um mögulega sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar í Skagabúð en í kvöld, þriðjudaginn 4. júní klukkan 20, fer seinni fundurinn fram í Félagsheimilinu á Blönduósi. Álit samstarfsnefndar um sameininguna verður þá kynnt ásamt þeim forsendum sem liggja til grundvallar tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Sumaropnun Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Skynið fyllir vitund eftir listakonuna Björgu Eiríksdóttur var opnuð 1. júní og bar upp á fyrsta venjubundinn opnunardag safnsins.
Meira

Svavar Knútur á ferðinni í júní að kynna nýja plötu

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.
Meira