Fréttir

Farið að þreifa á leikmönnum fyrir næsta sumar

Að sögn Adams Smára Hermannssonar, nýs formanns knattspyrnudeildar Tindastóls, eru þreyfingar hafnar í leikmannamálum og má vænta frétta af þeim vettvangi fyrr en síðar.
Meira

Jólagaman í Varmahlíðarskóla

Síðasta vikan fyrir jólafrí þykir sennilega flestum nemendum í grunnskólum landsins skemmtilegur tími enda er ýmislegt brallað og skólastarfið brotið upp með ýmsu jólatengdu gamani. Þetta má glögglega sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla í Skagafirði þar sem sjá má fréttir og myndir af piparkökuhúsakeppni, jólavinnu á yngsta stigi og rökkurgöngu.
Meira

Fljúgandi hálka í Langadalnum

Hiti er nú víða um frostmark á Norðurlandi vestra. Í gær snjóaði en það hefur hlánað nokkuð í dag og því þurfa gangandi og akandi vegfarendur að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar er varað við því að flughált er í Langadal en hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir sem er síðan um kl. 13:00 í dag.
Meira

Davíð Már öruggur sigurvegari í Ljósmyndasamkeppni sjómanna 2023

Árleg Ljósmyndasamkeppni sjómanna, sem sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir, fór fram í sumar og barst 101 mynd í keppnina frá ellefu sjómönnum. Það var Króksarinn Davíð Már Sigurðsson, sjómaður og ljósmyndari, sem varð í efstu tveimur sætunum í keppninni en hann er í áhöfn Drangeyjar SK2 sem FISK Seafood gerir út frá Sauðárkróki.
Meira

USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
Meira

Adam Smári nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram fyrr í mánuðinum en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt stjórnarkjöri. Sunna Björk Atladóttir sem leitt hefur starf knattspyrnudeildar undanfarin ár steig til hliðar en Adam Smári Hermannsson tók við formennskunni af henni.
Meira

Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.
Meira

Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira

Gert ráð fyrir tapi í fjárhagsáætlun Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd verður rekið með 63 milljón króna halla á næsta ári gangi fjárhagsáætlun þess eftir, sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Í frétt Húnahornsins segir að heildartekjur séu áætlaðar 872 milljónir króna og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 634 milljónir og aðrar tekjur 238 milljónir.
Meira

Þórir Guðmundur bestur í Subway-deildinni

Fyrri umferð Subway-deildarinnar í körfubolta karla lauk í gærkvöldi með leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar. Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem höfðu betur og smelltu sér þar með upp að hlið Vals á toppi deildarinnar með 16 stig. Lið Tindastóls er síðan í hópi fimm liða sem eru í 3.-7. sæti með 14 stig.
Meira